Heiðarskóli

22 sep

Samræmt próf í íslensku í 10. bekk

15 sep

Foreldraviðtöl

Fyrsti skóladagurinn

Haustferð yngsta stigs

Föstudagur, 29. ágúst 2014

Nemendur miðstigs fóru í haustferð á Þórisstaði á föstudaginn ásamt umsjónarkennurum og Hjálmi náttúrufræðikennara. Fínt veður var þennan dag, stillt og hlýtt, og krakkarnir skemmtu sér við hin ýmsu verkefni. Hægt var að fara í golf, skoða dýrin, tína ber og veiða í vatninu. Enginn veiddist samt fiskurinn en við bættum okkur það upp með grilluðum hamborgurum í hádeginu. Myndir frá ferðinni eru komnar í myndasafn.

Haustferð miðstigs á Þórisstaði

Haustferð unglinga - Skarðsheiði

  • Heiðarskóli
Föstudagur, 29. ágúst 2014

Vaskir og glaðir unglingar gengu í gær yfir Skarðsheiði í blíðskaparveðri. Ferðin gekk í alla staði mjög vel. Áður en lagt var í hann var nemendum skipt í hópa og á leiðinni leystu hóparnir verkefni sem birtust jafnt og þétt í snjallsímum nemenda. Unglingarnir fóru síðan í Skátaskálann í Skorradal, þar var grillað, leikið, synt og sofið. Krakkarnir koma heim fyrir heimkeyrslu í dag. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.
 
Nemendur á miðstigi eru í haustferðalagi á Þórisstöðum og yngsta stigið fer í gönguferð upp með Leirá.

Fimmtudagur, 21. ágúst 2014

Í fyrsta skipti í sögu skólans fór skólasetning fram utandyra í blíðskaparveðri í gær. Veðrið leikur líka við okkur í dag og börnin njóta sín úti í góða veðrinu. Alls hefja 90 nemendur nám við skólann þetta haustið og er það fjölgun frá fyrra ári.  Ekki er annað að sjá en allir mæti glaðir og áhugasamir í skólann. Inn á myndasafnið eru komnar myndir. 

Skólasetning Heiðarskóla 2014

Pages