Heiðarskóli

Miðvikudagur, 30. ágúst 2017

Í dag fengum við góða fyrirlesta um jákvæð samskipti og hvernig hver og einn getur valið að vera jákvæður leiðtogi, hjálpað  öðrum og látið gott af sér leiða. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda og félagsmálafræði, kom í heimsókn og kenndi nemendum skólans góðar leiðir í jákvæðum samskiptum. Fyrirlestrarnir fyrir nemendur skólans voru í boði Ungmennafélagsins og færum við þeim bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Vanda hélt einnig gagnlegan fyrirlestur fyrir starfsmenn Leik- og grunnskóla í lok dags.

Fyrirlestur um góð samskipti

Fleiri myndir frá fyrstu skóladögunum

  • Heiðarskóli
Föstudagur, 25. ágúst 2017

Heiðarskóli var settur utandyra s.l. þriðjudag. Eftir athöfn fóru börn og foreldrar og hittu umsjónarkennara í heimastofum. Þetta skólaárið erum við að hefja fimmtugasta og annað starfsár skólans. Skólabyrjun fer vel af stað, veðrið hefur leikið við okkur og í gær fóru námshóparnir í haustferðalög. Nemendur á yngsta stigi fóru í fjöruna við Súlunes, nemendur á miðstigi fóru í Skorradal og nemendur á unglingastigi gengu yfir Skarðsheiði og gistu í Skátaskálanum. Allar ferðirnar þóttu takast vel. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá skólasetningu og fyrsta skóladeginum. 

Skólasetning 2017

Fyrsti skóladagurinn

  • Heiðarskóli
Föstudagur, 18. ágúst 2017

Heiðarskóli verður settur mánudaginn 21. ágúst kl. 16:00. Stutt sameiginleg athöfn í sal skólans eða jafnvel utandyra ef veður leyfir. Eftir athöfn fara nemendur með umsjónarkennurum í heimastofur og fá afhentar stundatöflur. Kaffiveitingar í lokin og allir hjartanlega velkomnir. Skólaakstur hefst þriðjudaginn 22. ágúst. 

Miðvikudagur, 9. ágúst 2017

Vegna forfalla vantar okkur kennara til starfa skólaárið 2017 - 2018. Um tímabundna ráðningu er að ræða í 100 % starf í teymiskennslu á unglingastigi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.

14 sep

Dagur íslenskrar náttúru í Heiðarskóla

19 okt to 20 okt

Vetrarfrí 19. og 20. október

Pages