Heiðarskóli

Miðvikudagur, 3. maí 2017

Þessa dagana standa yfir skemmtilegar breytingar á skólastarfinu hjá okkur. Nemendur í 10. bekk eru í starfskynningum og eru því fjarri góðu gamni. Elstu börnin í Skýjaborg eru í vorkskólanum og aðrir árgangar eru að æfa sig fyrir næsta vetur og hafa færst upp um einn bekk. Það má því segja að þessir dagar séu góð æfing fyrir næsta skólaár. Ekki er annað að sjá en börnin séu alveg tilbúin í þessar breytingar. Börnin í elsta árgangi Skýjaborgar komu með skólabílunum í Heiðarskóla í morgun og eru að æfa sig að vera í 1. bekk, nemendur í 4. bekk komnir á miðstigið og nemendur í 7.

Vorskóladagar 3. - 5. maí

Föstudagur, 28. apríl 2017

Miðvikudaginn 25. apríl s.l. gerðum við degi umhverfisins góð skil í alls kyns verkefnum. Dagurinn hófst á umhverfisráðstefnu þar sem Umhverfisnefnd skólans kynnti nýjar flokkunartunnur, skilti um bann við lausagöngu bifreiða við skólann og hvaða verðmæti felast óskilamunum. Ráðstefnugestum kom saman um að í einum litlum plastpoka væri andvirðið rúmlega 50.000 kr. 

Dagur umhverfisins

Föstudagur, 28. apríl 2017

Skóladagatal fyrir næsta skólaár hefur nú verið samþykkt í fræðslu- og skólanefnd. Heimasíðan okkar hefur því miður verið biluð undanfarnar vikur og við náum ekki að uppfæra efni á henni. Þegar hún verður komin í lag verður skóladagatalið aðgengilegt á heimasíðunni undir: Heiðarskóli - Skólastarfið - Skóladagatal.

08 maí

Tónleikar á vegum Tónlistarskólans á Akranesi í Heiðarskóla

Laugardagur, 8. apríl 2017

Við erum mjög stolt af nemendum skólans sem stóðu sig með stakri prýði á skemmtilegri Árshátíð s.l. fimmtudag. Mjög góð mæting var á Árshátíðina og virtust gestir skemmta sér vel. Við þökkum öllum innilega fyrir komuna og stuðninginn en allur ágóði af sýningunni rennur í ferðasjóð Nemendafélags Heiðarskóla. Í myndaalbúm eru komnar myndir. Í gær var síðan tiltektar, náttfata- og kósídagur í skólanum og síðan tók við páskaleyfi. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 18. apríl. Við óskum öllum gleðilegra páska.

Árshátíð Heiðarskóla 2017

mánudagur, 3. apríl 2017

Heimasíðan okkar er nú loksins komin í lag eftir töluvert langa bilun. Þá skellum við inn skemmtilegrir frétt af 7. bekk. Miðvikudaginn 15. mars s.l.fór undankeppni fyrir lokahátíð upplestrarkeppni Vesturlandsskólanna fram hér í Heiðarskóla. Að þessu sinni tóku fjórir nemendur þátt og lásu þrenns konar texta, einn í óbundu máli og tvo í bundnu. Tveir nemendur tóku síðan þátt í lokahátíðinni sem fram fór í Borgarnesi fimmtudaginn 23. mars. Erna og Fanney voru fulltrúar okkar þar. Dómnefnd í undankeppninni var skipuð þeim Örnu, Hrafnhildi og Daníel.

Stóra upplestrarhátíðin 15. mars

Pages