Skólamál almennt

Miðvikudagur, 23. maí 2018

Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar varð til við sameiningu leikskólans Skýjaborgar og grunnskólans Heiðarskóla árið 2011. Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum í sveitarfélaginu, Heiðarskóli við Leirá við Skarðsheiði og Skýjaborg í íbúðarhverfinu Melahverfi. Gildi skólans eru vellíðan – virðing – metnaður – samvinna. Skólinn er grænfánaskóli og leggur áherslu umhverfismennt og útinám. Unnið er með byrjendalæsi. Á leikskólasviðinu, Skýjaborg, dvelja um 40 börn á aldrinum 1-6 ára. Á grunnskólasviðinu, Heiðarskóla, eru um 90 nemendur.

15 Ágú

Sameiginlegur skipulagsdagur

15 Ágú

Sameiginlegur skipulagsdagur Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

  • Skólamál almennt
Föstudagur, 6. apríl 2018

Skóladagatöl fyrir næsta skólaár eru klár og hafa verið samþykkt hjá fræðslu- og skólanefnd. Áður hafa þau verið lögð fyrir starfsfólk, foreldrafélagið og skólaráðið til umsagnar. 

Finna má dagatölin undir hlekknum skólastarfið undir annars vegar Heiðarskóla og hins vegar Skýjaborg. 

Miðvikudagur, 14. mars 2018

Í gær fóru börnin í 1. bekk Heiðarskól með Stjörnuhópi úr Skýjaborg í skólasamstarfsferð í Borgarnes. Börnin skoðuðu bókasafn, fugla o.fl. í safnahúsinu, skoðuðu Latabæjarsafnið, fengu ljúffengar pítsur á Landnámssetrinu og enduðu daginn á Bjössaróló. Ferðin var vel heppnuð, börnin skemmtu sér vel og lærðu heilmikið. Í myndaalbúm eru komnar myndir. 

 

 

Skólasamstarfsferð í Borgarnes

  • Skólamál almennt
Föstudagur, 2. mars 2018

Í þessari viku byrjaði skólasamstarfið okkar aftur eftir frí. Þrátt fyrir töluverða fjarlægð á milli Skýjaborgar og Heiðarskóla leggjum við áherslu á að halda góðu samstarfi skólastiganna. Skipulagðir eru 7-8 dagar á hverri önn þar sem elsti árgangur í Skýjaborg fer ásamt kennara með rútu í Heiðarskóla eða fer í vettvangsferð með 1. bekk utan veggja skólans. Myndast hefur hefð í skólaheimsóknum að íþróttakennari tekur á móti börnunum, fyrir áramót fara þau í íþróttir og eftir áramót í sund. Fyrsta ferð ársins gekk vel og nutu börnin sín vel í sundi.

Þriðjudagur, 13. febrúar 2018

Fimmtudaginn 8. febrúar hófst dansnámskeið í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Íris Ósk Einarsdóttir, danskennari, sér um kennsluna eins og undanfarin ár. Hún kennir á mánudögum í Skýjaborg og mánudögum og fimmtudögum í Heiðarskóla. Mánudaginn 19. mars lýkur námsskeiðinu með danssýningu á báðum starfsstöðum skólans.  

mánudagur, 8. janúar 2018

Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar auglýsir lausar stöður leikskólakennara / leiðbeinenda og við ræstingu

Föstudagur, 15. desember 2017

Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar auglýsir lausa stöðu þroska- og/eða iðjuþjálfa

 

Pages