Skólamál almennt

17 nóv

Ævar vísindamaður og rithöfundur með upplestur

  • Skólamál almennt
mánudagur, 16. október 2017

Fimmtudaginn 12. október s.l. kom Stjörnuhópur, elsti árgangur leikskólans, í fyrsta sinn í skólaheimsókn í Heiðarskóla. Börnin hófu daginn hjá Helgu í íþróttahúsinu, síðan þau hittu skólastjóra sem sýndi börnunum skólann, þau fengu m.a. að kíkja inn í stóra ísskápinn í mötuneytinu, leika í leikherberginu og skoða bókasafnið. Börnin virtust áhugsöm og ekki annað að sjá en þau væru spennt að skoða alls konar í Heiðarskóla. Margt að sjá á fyrsta degi en stefnt er að því að skólasamstarfið verður með fjölbreyttum hætti í vetur.

Fimmtudagur, 21. september 2017

Skólasamstarf vetrarins hófst í dag með heimsókn 1. Bekkjar Heiðarskóla í Skýjaborg. Fagnaðarfundir voru hjá vinum og systkinum. Börnin byrjuðu á að koma inn að leika; perla, kubba í einingakubbum, duplo kubbum og smellukubbum, leira o.fl. Þá fengu allir sér appelsínubita og skelltu sér svo út í góða veðrið að leika þar sem sólin lét sig ekki vanta. Spenningur var hjá 1. bekk að skoða nýju lóðina á bakvið. Frábær heimsókn, takk fyrir komuna. 

Myndir eru komnar á myndasíðu Skýjaborgar. 

Þriðjudagur, 27. júní 2017

Eins og auglýst hefur verið á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar var á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 25. apríl sl. samþykkt að ráða Eyrúnu Jónu Reynisdóttur í stöðu skólastjóra leikskólasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, Skýjaborg, frá og með 1. ágúst 2017 og Sigríði Láru Guðmundsdóttur í stöðu skólastjóra grunnskólasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, Heiðarskóla, frá og með 1. ágúst 2017.

Ráðið hefur verið í aðrar stöður fyrir næsta skólaár:

Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarleikskólastjóri í Skýjaborg.

mánudagur, 8. maí 2017

Á föstudaginn héldu börnin í elsta árgangi Skýjaborgar og yngstu börnin í Umhverfisnefnd Heiðarskóla sameiginlegan fund. Börnin ræddu um mikilvæg verkefni í umhverfisnefndinni, þau vilja fara vel með náttúruna og passa upp á að flokka ruslið. Einnig var rætt um að hvað hægt væri að búa til í endurvinnslu. Börnin settu niður sallat- og blómafræ og að lokum var tekin mynd af hópnum. 

Skólasamstarfsdagur - fjöruferð

Föstudagur, 28. apríl 2017

Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar varð til við sameiningu leikskólans Skýjaborgar og grunnskólans Heiðarskóla árið 2011. Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum í sveitarfélaginu, Heiðarskóli við Leirá við Skarðsheiði og Skýjaborg í íbúðarhverfinu Melahverfi. Gildi skólans eru vellíðan – virðing – metnaður – samvinna. Skólinn er grænfánaskóli og leggur áherslu umhverfismennt og útinám. Unnið er með byrjendalæsi og er skólinn leiðandi í spjaldtölvunotkun í skólastarfi. Á leikskólasviðinu, Skýjaborg, dvelja um 40 börn á aldrinum 1-6 ára.

Fimmtudagur, 27. apríl 2017

Í dag var samstarfsdagur skólastiganna þar sem elstu börn leikskólans og yngstu börn grunnskólans fóru saman í Grunnafjörð fyrir neðan bæinn Súlunes. Grunnafjörður er friðlýst landsvæði svo vernda megi þar bæði landslag og lífríki. Börnin töluðu um að ferðin hafi verið skemmtileg, að gaman hafi verið að finna alls konar hluti, fjúka, vaða í sjónum þótt það væri kalt að blotna, borða nesti, tína skeljar og alls konar fallegt með vinum, detta í sjóinn og finna bragðið af sjónum sem var ekki gott.

25 apr

Dagur umhverfisins

03 feb

Dagur stærðfræðinnar

Pages