Skólamál almennt

Þriðjudagur, 13. febrúar 2018

Fimmtudaginn 8. febrúar hófst dansnámskeið í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Íris Ósk Einarsdóttir, danskennari, sér um kennsluna eins og undanfarin ár. Hún kennir á mánudögum í Skýjaborg og mánudögum og fimmtudögum í Heiðarskóla. Mánudaginn 19. mars lýkur námsskeiðinu með danssýningu á báðum starfsstöðum skólans.  

mánudagur, 8. janúar 2018

Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar auglýsir lausar stöður leikskólakennara / leiðbeinenda og við ræstingu

Föstudagur, 15. desember 2017

Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar auglýsir lausa stöðu þroska- og/eða iðjuþjálfa

 

17 nóv

Ævar vísindamaður og rithöfundur með upplestur

  • Skólamál almennt
mánudagur, 16. október 2017

Fimmtudaginn 12. október s.l. kom Stjörnuhópur, elsti árgangur leikskólans, í fyrsta sinn í skólaheimsókn í Heiðarskóla. Börnin hófu daginn hjá Helgu í íþróttahúsinu, síðan þau hittu skólastjóra sem sýndi börnunum skólann, þau fengu m.a. að kíkja inn í stóra ísskápinn í mötuneytinu, leika í leikherberginu og skoða bókasafnið. Börnin virtust áhugsöm og ekki annað að sjá en þau væru spennt að skoða alls konar í Heiðarskóla. Margt að sjá á fyrsta degi en stefnt er að því að skólasamstarfið verður með fjölbreyttum hætti í vetur.

Fimmtudagur, 21. september 2017

Skólasamstarf vetrarins hófst í dag með heimsókn 1. Bekkjar Heiðarskóla í Skýjaborg. Fagnaðarfundir voru hjá vinum og systkinum. Börnin byrjuðu á að koma inn að leika; perla, kubba í einingakubbum, duplo kubbum og smellukubbum, leira o.fl. Þá fengu allir sér appelsínubita og skelltu sér svo út í góða veðrið að leika þar sem sólin lét sig ekki vanta. Spenningur var hjá 1. bekk að skoða nýju lóðina á bakvið. Frábær heimsókn, takk fyrir komuna. 

Myndir eru komnar á myndasíðu Skýjaborgar. 

Þriðjudagur, 27. júní 2017

Eins og auglýst hefur verið á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar var á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 25. apríl sl. samþykkt að ráða Eyrúnu Jónu Reynisdóttur í stöðu skólastjóra leikskólasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, Skýjaborg, frá og með 1. ágúst 2017 og Sigríði Láru Guðmundsdóttur í stöðu skólastjóra grunnskólasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, Heiðarskóla, frá og með 1. ágúst 2017.

Ráðið hefur verið í aðrar stöður fyrir næsta skólaár:

Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarleikskólastjóri í Skýjaborg.

mánudagur, 8. maí 2017

Á föstudaginn héldu börnin í elsta árgangi Skýjaborgar og yngstu börnin í Umhverfisnefnd Heiðarskóla sameiginlegan fund. Börnin ræddu um mikilvæg verkefni í umhverfisnefndinni, þau vilja fara vel með náttúruna og passa upp á að flokka ruslið. Einnig var rætt um að hvað hægt væri að búa til í endurvinnslu. Börnin settu niður sallat- og blómafræ og að lokum var tekin mynd af hópnum. 

Skólasamstarfsdagur - fjöruferð

Föstudagur, 28. apríl 2017

Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar varð til við sameiningu leikskólans Skýjaborgar og grunnskólans Heiðarskóla árið 2011. Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum í sveitarfélaginu, Heiðarskóli við Leirá við Skarðsheiði og Skýjaborg í íbúðarhverfinu Melahverfi. Gildi skólans eru vellíðan – virðing – metnaður – samvinna. Skólinn er grænfánaskóli og leggur áherslu umhverfismennt og útinám. Unnið er með byrjendalæsi og er skólinn leiðandi í spjaldtölvunotkun í skólastarfi. Á leikskólasviðinu, Skýjaborg, dvelja um 40 börn á aldrinum 1-6 ára.

Pages