Skýjaborg

Þriðjudagur, 22. maí 2018

Komið er að okkar árlegu vorsýningu sem við setjum upp í Stjórnsýsluhúsinu. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 24. maí næstkomandi kl. 10:15. Öllum er velkomið að mæta á opnunarhátíðina okkar. Sýningin mun standa í 3 vikur fyrir gesti og gangandi. Á sýningunni má sjá brot af vinnu barnanna í vetur. 
Við hvetjum alla til að kíkja við og skoða, þó fólk komist ekki á opnunina sjálfa.

22 maí

Opnunardagur - Starfsfólk mætir, börnin daginn eftir

09 júl to 06 Ágú

Sumarlokun

21 jún

Útidótadagur

27 maí to 01 jún

Umferðarvika

31 maí

Hjóladagur

29 maí

Útskriftarferð elstu barna

24 maí to 14 jún

Vorsýning í Stjórnsýsluhúsinu

23 maí

Sveitaferð að Bjarteyjarsandi

Fimmtudagur, 17. maí 2018

Þann 16. maí útskrifuðum við átta flott börn sem ætla að hefja grunnskólagöngu sína í Heiðarskóla í haust. Þetta var notaleg stund og skein stolt og gleði af börnum og fjölskyldum þeirra. Útskriftarhópurinn söng tvö lög, fengu útskriftarskírteini og gjöf frá leikskólanum sem var birkitré til minningar um veru þeirra í Skýjaborg. Við óskum útskriftarbörnum og fjölskyldum þeirra bjartar framtíðar. Myndir má finna á myndasíðu.

Pages