Skýjaborg

Þriðjudagur, 18. september 2018

Börn og starfsfólk áttu góðan dag mánudaginn var á degi íslenskrar náttúru. Farið var í göngutúra og ýmislegt rannsakað. Fallegt haustveðrið lék við okkur. 

Fimmtudagur, 13. september 2018

Lions-klúbburinn Eðna kom færandi hendi í dag og færði leikskólanum Skýjaborg gjafapakka með læsishvetjandi námsefni. Menntamálastofnun í samstarfi við Lions-hreyfinguna gefur pakkana. Þessi gjöf er liður í þjóðarsáttmála um læsi og styður við undirstöðuþætti læsis. Við þökkum kærlega fyrir okkur. Þetta nýtist vel. 

  • Skýjaborg
Miðvikudagur, 12. september 2018

Skóladagatali Skýjaborgar hefur verið örlítið breytt, en bóndadagur og konudagur voru á röngum vikum. Það hefur verið leiðrétt og skóladagatal uppfært. 

http://skoli.hvalfjardarsveit.is.b400.opex.is/content/skóladagatal-2 

Þriðjudagur, 11. september 2018

Það er skipulagsdagur hjá okkur föstudaginn 14. september og leikskólinn því lokaður. Á skipulagsdaginn fer starfsfólk á Karellen námskeið, heldur deildarfundi og starfsmannafund þar sem farið verður yfir markmið, aðferðir, leiðir og áherslur leikskólans. 

Þriðjudagur, 29. maí 2018

Í dag fór útskriftarhópurinn okkar í útskriftarferðina sína á Akranes. Þau fóru í skógræktina, bókasafnið, fengu pizzaveislu á galito og fóru á Langasand. Mögnuð ferð og allir glaðir.

Þriðjudagur, 29. maí 2018

23. maí fórum við í okkar árlegu ferð að Bjarteyjarsandi með börn 3 ára og eldri. Ferðin tókst mjög vel. Við sáum lömb, kiðlinga, kanínur og kanínuunga, grísi og þeir sem fóru í fjöruna skoðuðu meðal annars krossfiska og krabba. Gleði og leikur einkenndu ferðina. Takk kærlega fyrir okkur Bjarteyjarsandur. Alltaf gaman að koma.

  • Skýjaborg
Þriðjudagur, 29. maí 2018

Á dögunum vorum við með rýmingaræfingu með börnunum. Slökkviliðsstjórinn, Þráinn, kom og fylgdist með. Allir stóðu sig rosalega vel. Engin hræðsla á börnum. Daginn eftir fór brunabjallan aftur í gang vegna brauðristar og voru börnin fljót að bregðast við og ætluðu að drífa sig út. Þetta er gott tækifæri til að spjalla við börnin um brunavarnir heima fyrir.

Þriðjudagur, 22. maí 2018

Komið er að okkar árlegu vorsýningu sem við setjum upp í Stjórnsýsluhúsinu. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 24. maí næstkomandi kl. 10:15. Öllum er velkomið að mæta á opnunarhátíðina okkar. Sýningin mun standa í 3 vikur fyrir gesti og gangandi. Á sýningunni má sjá brot af vinnu barnanna í vetur. 
Við hvetjum alla til að kíkja við og skoða, þó fólk komist ekki á opnunina sjálfa.

22 maí

Opnunardagur - Starfsfólk mætir, börnin daginn eftir

09 júl to 06 Ágú

Sumarlokun

Pages