Skólasamstarf vetrarins hafið - 1. bekkur í heimsókn í Skýjaborg

Skólasamstarf vetrarins hófst í dag með heimsókn 1. Bekkjar Heiðarskóla í Skýjaborg. Fagnaðarfundir voru hjá vinum og systkinum. Börnin byrjuðu á að koma inn að leika; perla, kubba í einingakubbum, duplo kubbum og smellukubbum, leira o.fl. Þá fengu allir sér appelsínubita og skelltu sér svo út í góða veðrið að leika þar sem sólin lét sig ekki vanta. Spenningur var hjá 1. bekk að skoða nýju lóðina á bakvið. Frábær heimsókn, takk fyrir komuna. 

Myndir eru komnar á myndasíðu Skýjaborgar.