Slysavarnardeildin Líf færir nemendum endurskinsmerki

Í dag fengum við góða gesti þegar fulltrúar frá Slysavarnardeildinni Líf á Akranesi færðu nemendum skólans endurskinsmerki að gjöf. Við þökkum Slysavarnardeildinni kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf og hvetjum nemendur skólans til að nota endurskinmerki nú þegar svartasta skammdegið er framundan.