Kennararnemar í vettvangsnámi

Guðbjörg Perla Jónsdóttir og Sigurrós María Sigubjörnsdóttir hafa verið í vettvangsnámi hjá okkur í vikunni. Þær hafa fengið að kynnast innviðum skólastarfsins og tekið þátt í kennslustundum á öllum aldursstigum. Þær voru ánægðar með vikuna, fannst móttökurnar góðar og þeim finnst skólinn okkar æðislegur. Við þökkum þeim kærlega fyrir samveruna og óskum þeim góðs gengis í náminu.