Stjörnuhópur í Heiðarskóla í dag

Skólasamstarfið gengur vel. Á mánudaginn fóru elstu börn leikskólans með yngstu börnum grunnskólans í vettvangsferð í Álfholtsskóg. Börnin léku sér í skóginum, drukku heitan súkkulaðidrykk og höfðu gaman af. Í dag var Stjörnuhópur í Heiðarskóla, börnin fóru í íþróttir, hittu vini í sína í 1. bekk í stærðfræðistund og fóru út í frímínútur.