Matarvigtun

Dagana 4.-8. desember s.l. var matarvigtunar vika hjá okkur í Heiðarskóla. Þetta er árlegur atburður í umhverfismennt Heiðarskóla og gengur út á að vigta matarleifar eftir morgun- og hádegismat. Nemendur í hverjum bekk fyrir sig vinna saman og er markmiðið að henda sem minnstum mat.

Nemendur í fjórða og tíunda bekk urðu sigurvegarar með 0 grömm! Frábær árangur!

Með þessu verkefni erum við að vekja athygli á að matarsóun er umhverfisvandamál í heiminum.Í leiðinni viljum við benda á áhugaverða heimasíðu um matarsóun þar sem t.d. er hægt að fræðast meira og prófa skammtareiknivél 

„þriðjungur þess matar sem keyptur er inn á heimili fer beint í ruslið samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) eða um 1.3 milljón tonn af mat á hverju ári í heiminum“  (matarsoun.is)

Mat sem er sóað hefði mögulega getað brauðfætt milljónir manna og minnkað þá hungursneyð sem steðjar að ýmis staðar í heiminum. Þar að auki hefur framleiðsla matar oft talsverð neikvæð umhverfisáhrif sem þjóna þá engum tilgangi ef maturinn er ekki nýttur og eykur verulega við magn úrgangs sem þarf að urða. Hér er einnig um sóun á fjármunum að ræða þar sem heimili kaupa í rauninni of mikið af mat. Því fæst töluverður samfélagslegur, umhverfislegur og fjárhagslegur ávinningur af því að minnka matarsóun.“ (matarsoun.is)