Starfsmannabreytingar

Birgitta Guðnadóttir, starfsmaður Heiðarskóla til nær 27 ára, hætti störfum nú um mánaðamótin. Af því tilefni afhentu nemendur skólans Birgittu kveðjukort í vikunni. Við þökkum Birgittu fyrir samstarfið og vel unnin störf undanfarna áratugi. Við óskum óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ásrún Ösp Jóhannesdóttir hefur verið ráðin í starf skólaliða frá og með mánaðamótum. Við bjóðum Ásrúnu velkomna til starfa.