Varðeldur

Á þriðjudaginn hófst skóladagurinn á morgunsöng við varðeld í myrkri, snjó og kulda. Sungin voru nokkur lög við gítarundirspil og að söng loknum gæddum við okkur á heitum súkkulaðidrykk. Sannkölluð gæðastund.