Þorrablót 2018

Þorrablót Heiðarskóla var haldið í dag. Skemmtun var haldin í matsal skólans þar sem við sungum og fórum í leiki. Eftir skemmtun gæddu nemendur og starfsmenn sér á gómsætum Þorramat. Steinunn Árnadóttir, píanókennari frá Tónlistarskólanum á Akranesi, aðstoðaði nemendur Tónlistarskólans á Akranesi við undirspil á blótinu. Við færum Steinunni bestu þakkir fyrir og nemendum þökkum við fyrir skemmtilegt Þorrablót. Á meðfylgjand mynd má sjá stelpur á öllum aldri syngja Minni karla, körlum til heiðurs. Strákarnir sungu síðan Minni kvenna, konum til heiðurs. Í myndaalbúm eru komnar fleiri myndir.