Dagur leikskólans 6. feb 2018

Í gær 6. febrúar fögnuðum við Degi leikskólans. Í tilefni dagsins höfðum við deildarugl, en þá er opið á milli deilda og frjáls leikur flæðir um leikskólans óháð aldri eða deild. Mikil gleði er þegar deildarugl er í boði og hefur þeim dögum sem það er í boði því fjölgað hægt og rólega vegna ánægju barnanna.

Að sjálfsögðu fórum við einnig út og flögguðum fyrir Degi leikskólans.

Í síðdegishressingunni buðum við svo upp á vöfflur. 

Góður hátíðisdagur.