Lestrarvinir í Heiðarskóla

Í gær fórum við af stað með lítið samstarfsverkefni við Sundhópinn 60+. Í tenglsum við sundleikfimi koma nokkrir úr hópnum tvisvar í viku til að hlusta á nemendur okkar í 5. - 10. bekk lesa. Skemmst er frá því að segja að sundhópurinn tók mjög vel í þetta verkefni sem fór vel af stað í gær. Við erum stolt af því að fá lestrarvini í skólann okkar og teljum þetta góða leið til að auka lestrarþjálfun í skólanum og vonandi áhuga líka.