Danskennsla hafin í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

Fimmtudaginn 8. febrúar hófst dansnámskeið í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Íris Ósk Einarsdóttir, danskennari, sér um kennsluna eins og undanfarin ár. Hún kennir á mánudögum í Skýjaborg og mánudögum og fimmtudögum í Heiðarskóla. Mánudaginn 19. mars lýkur námsskeiðinu með danssýningu á báðum starfsstöðum skólans.