Rýmingaræfing

Á dögunum vorum við með rýmingaræfingu með börnunum. Slökkviliðsstjórinn, Þráinn, kom og fylgdist með. Allir stóðu sig rosalega vel. Engin hræðsla á börnum. Daginn eftir fór brunabjallan aftur í gang vegna brauðristar og voru börnin fljót að bregðast við og ætluðu að drífa sig út. Þetta er gott tækifæri til að spjalla við börnin um brunavarnir heima fyrir.