Covid-19 starfsemi

Heiðarskóli, grunnskóli:

 • Kennsla samkvæmt stundaskrá. Nemendur hólfaðir niður samkvæmt fjöldatakmörkunum innanhúss, hámark 50 nemendur í sama rými. Engar fjöldatakmarkanir utandyra.
 • Grímuskylda innanhúss hjá starfsmönnum þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð. Hámark 20 starfsmenn saman í rými. Starfsmenn mega fara á milli hópa.
 • Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin grímuskyldu og tveggja metra reglu.
 • Hefðbundin frístund.
 • Utanaðkomandi heimsóknir ekki leyfðar nema í samráði við skólastjóra, ávallt grímuskylda utanaðkomandi aðila
 • Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og þá í samráði við skólastjóra, ávallt grímuskylda.
 • Foreldrar og aðstandendur sem eru sjálfir að koma með eða sækja sitt barn skulu ekki koma inn í skólann heldur hringja í síma 433-8525 á skólatíma (8:10 – 13:30) og síma 833-9862 á frístundatíma (13:30 – 16:30 mán - fim). Starfsmenn skólans sjá um að taka á móti börnum við aðalinngang eða fylgja börnum út.

Skýjaborg, leikskóli:

 • Hefðbundið skólastarf
 • Utanaðkomandi heimsóknir ekki leyfðar nema í samráði við leikskólastjóra
 • Tekið er á móti börnum og þau sótt við útidyr. Foreldrar mega ekki koma inn í leikskólann (Gott að banka á glugga á deildum ef starfsmaður er ekki við) 
 • 7:30-8:15: Öll börn mæta við aðalútidyr Regnboga
 • 8:15-15:30: Dropabörn mæta og eru sótt við útidyr Dropa og regnbogabörn við útidyr regnboga  
 • 15:30-16:30: Öll börn sótt við aðalútidyr Dropa 
 • Í lok dags eru börnin úti á skólalóð ef aðstæður leyfa
 • Ekki þarf að taka öll útiföt heim á hverjum degi. Gott að fá fötin í góðum pokum sem auðvelt er að ganga um
 • Foreldrar sem ekki geta haldið 2 metra fjarlægð við starfsfólk, þegar komið er með börn og þau sótt, þurfa að hafa andlitsgrímu