Covid-19 starfsemi

Þann 5. október tóku gildi hertari reglur samkomubanns, samhliða yfirlýstu neyðarstigi almannavarna.  Fjöldatakmarkanir miðast við 20 einstaklinga og 1 metra fjarlægð milli einstaklinga

Á meðan ofangreindar reglur gilda verður starfsemi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar með eftirfarandi hætti:   

Heiðarskóli, grunnskóli:

 • Hefðbundið skólastarf
 • Utanaðkomandi heimsóknir ekki leyfðar nema í samráði við skólastjóra
 • Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og þá í samráði við skólastjóra.
 • Foreldrar og aðstandendur sem eru sjálfir að koma með eða sækja sitt barn skulu ekki koma inn í skólann heldur hringja í síma 433-8525 á skólatíma (8:10 – 13:30) og síma 833-9862 á frístundatíma (13:30 – 16:30 mán - fim). Starfsmenn skólans sjá um að taka á móti börnum við aðalinngang eða fylgja börnum út.

Skýjaborg, leikskóli:

 • Hefðbundið skólastarf
 • Utanaðkomandi heimsóknir ekki leyfðar nema í samráði við leikskólastjóra
 • Tekið er á móti börnum og þau sótt við útidyr. Foreldrar mega ekki koma inn í leikskólann (Gott að banka á glugga á deildum ef starfsmaður er ekki við).
  •  7:30-8:15: Öll börn mæta við aðalútidyr Regnboga
  •  8:15-9:00: Dropabörn mæta við útidyr Dropa
  • 14:00-15:15: Dropabörn sótt við útidyr Dropa
  • 15:15-16:30: Öll börn sótt við aðalútidyr Regnboga
  • Ekki þarf að taka öll útiföt heim á hverjum degi. Gott að fá fötin í góðum pokum sem auðvelt er að ganga um
  • Í lok dags eru börnin úti á skólalóð ef aðstæður leyfa