Covid-19 starfsemi

Starfsemi í Heiðarskóla í gildandi takmörkunum á skólastarfi, gildir frá 15. apríl - 5. maí 2021:

 • Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu.
 • Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma.
 • Starfsfólk skal virða 1 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella.
 • Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
 • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil.
 • Utanaðkomandi heimsóknir ekki leyfðir nema í samráði við skólastjóra.
 • Ef foreldrar eru að sækja eða skutla börnum geta þeir hringt í síma 896 8158 á skólatíma (kl. 8:10 - 13:30) og síma 833 9862 á frístundatíma (kl. 13:30 - 16:30).

Starfsemi í Skýjaborg í gildandi takmörkunum á skólastarfi, gildir frá 1. - 15 .apríl 2021:

 • Utanaðkomandi heimsóknir ekki leyfðar nema í samráði við leikskólastjóra 
 • Tekið er á móti börnum og þau sótt við útidyr. Foreldrar mega ekki koma inn í leikskólann (Gott að banka á glugga á deildum ef starfsmaður er ekki við)  
 • 7:30-8:15: Öll börn mæta við aðalútidyr Regnboga 
 • 8:15-15:30: Dropabörn mæta og eru sótt við útidyr Dropa og regnbogabörn við útidyr regnboga   
 • 15:30-16:30: Deildar sameinaðar. Öll börn sótt við aðalútidyr Dropa  
 • Í lok dags eru börnin úti á skólalóð ef aðstæður leyfa 
 • Ekki þarf að taka öll útiföt heim á hverjum degi. Gott að fá fötin í góðum pokum sem auðvelt er að ganga um 
 • Foreldrar sem ekki geta haldið 2 metra fjarlægð við starfsfólk, þegar komið er með börn og þau sótt, þurfa að hafa andlitsgrímu 
 • Aðlögun: Aðeins eitt foreldri fylgi barni í aðlögun og skal það vera sama foreldrið sem fylgir barninu allt aðlögunartímabilið.