Dagur umhverfisins í Skýjaborg

Þann 24. apríl héldum við upp á Dag umhverfisins hér í Skýjaborg. Við héldum hann með þeim hætti að hreinsa til í nærumhverfinu okkar og tína rusl. Veðrið lék aldeilis við okkur eins og víðar á landinu svo við vorum mikið úti. Það var tekið til hendinni og garðurinn aðeins sópaður þar sem mikið af sandi og möl var um skólalóðina eftir veturinn.

Einn drengur á Regnboganum kom einnig með höfuðkúpur og bein sem hann hafði fundið úti í náttúrunni. Krakkarnir fengu að skoða bæði með stækkunargleri og í smásjá. Þeim þótti það mjög áhugavert.