Vorskóladagar í Heiðarskóla

Í dag er þriðji og síðasti vorskóladagurinn okkar í Heiðarskóla. Nemendur í 10. bekk eru í starfskynningum á meðan á vorskólanum stendur. Allir bekkir færast upp um einn og elsti árgangur leikskólans mætir með skólabílnum og börnin æfa sig í að vera í 1. bekk. Nemendur í 4. bekk máta sig við miðstigið og nemendur í 7. bekk við unglingastigið. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur í 4. bekk æfa sig í að vera í 5. bekk á miðstiginu. Það var mikil spenna í þeim hópi þar sem miðstigið hefur leyfi til að mæta með tyggjó í skólann ólíkt nemendum á yngsta stigi. Auknum aldri fylgja aukin réttindi og skyldur. Vorskólinn hefur gengið glimrandi vel og ekki annað að sjá en allir séu að njóta.