Spilavinir í heimsókn

Í tengslum við lýðheilsuþema skólaársins í umhverfismennt fengum við Spilavini í heimsókn í Heiðarskóla í dag. Þrír starfsmenn Spilavina mættu til okkar í morgun og kenndu nemendum skólans á öllum stigum  alls kyns skemmtileg og gagnleg spil. Ekki var annað að sjá en börnin væru að njóta sín í spilastundinni. Nemendur skólans fá svo að senda inn óskalista um spilakaup Heiðarskóla. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra unglinga í miklu spilafjöri þar sem gleði og samkennd ríktí án snjalltækja.