Skólaráð

Samkvæmt reglugerð um skólaráð við grunnskóla nr. 1157/2008 skal skólaráð starfa við grunnskóla sem samráðsvettvangur skólastjóra og skóla­samfélags um skólahald. Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skólaráðs, situr í því og stýrir starfi þess. Samkvæmt lögum um leikskóla 90/2008 skal foreldraráð starfa við leikskóla og hefur það umsagnarrétt um skólanámskrá, aðrar áætlanir sem varða starfsemi skólans og allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi. Samkvæmt lögum má sameina skólaráð grunnskóla og foreldraráð leikskóla og var það gert í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar árið 2012. Skólastjórar sitja í skólaráði og boða til funda þrisvar sinnum á ári. Auk skólastjóra sitja í skólaráði þrír fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi almennra starfsmanna, tveir fulltrúar barna og einn fulltrúi grenndar­samfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs. Skólastjórar hvetja foreldra til að bjóða sig fram til setu í skólaráði haust hvert. Ef ekki tekst að fá fulltrúa foreldra með því móti sér stjórn Foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar um að velja þrjá fulltrúa sína til setu í skólaráði, tvo af grunnskólasviði og einn af leikskólasviði. 

Skólaráð hefur það hlutverk að taka þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.

Starfsáætlun skólaráðs: 

 • 1. fundur (september – október): Nýir skólaráðsfulltrúar boðnir velkomnir og farið yfir hlutverk skólaráðs, starfsáætlanir kynntar, farið yfir skólareglur. Upphaf skólaársins rætt. Árs-og sjálfsmatsskýrsla frá árinu áður lögð fram. Tillögur ráðsins fyrir fjárhagsáætlunarvinnu næsta árs lagðar fram. Önnur mál er tengjast skólastarfinu. 
 • 2. fundur (febrúar – mars): Ýmis mál er tengjast skólastarfinu, farið yfir drög að skóladagatali næsta skólaárs.
 • 3. fundur (apríl – maí): Farið yfir starfsmannaþörf skólans fyrir næsta skólaár og farið yfir breytingar ef þær liggja fyrir á þessum tímapunkti. Starfsáætlanir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar komandi skólaárs kynntar og lagðar fram til samþykktar. 

 

Verkefni skólaráðs eru að:

 • Fjalla um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir er varða skóla­starfið.
 • Fjalla um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefa umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar.
 • Taka þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið.
 • Fylgjast með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð barna.
 • Fjalla um skólareglur og umgengnishætti í skólanum.
 • Fjalla um erindi frá skólanefnd sveitarfélagsins, foreldrafélagi, kennarafundum, al­menn­um starfsmannafundum, nemendafélagi, einstaklingum, mennta­mála­ráðuneyti og öðrum aðilum og veita umsögn sé þess óskað.
 • Taka þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitarstjórnar.

Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra barna, foreldra eða starfsfólks skóla.

 

Í skólaráði 2023-2024 eru: 

 • Ásdís Björg Björgvinsdóttir, fulltrúi foreldra í Skýjaborg
 • Eyrún Jóna Reynisdóttir, skólastjóri Skýjaborgar
 • Ingibjörg Halldórsdóttir, fulltrúi foreldra í Heiðarskóla
 • Katrín Rós Sigvaldadóttir, náms- og starfsráðgjafi og fulltrúi kennara í Heiðarskóla
 • Sigríður Lára Guðmundsdóttir, skólastjóri Heiðarskóla
 • Sigríður Vilhjálmsdóttir, fulltrúi almennra starfsmanna í Heiðarskóla 
 • Sigurbjörg Anna Þorleifsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélagsins
 • Sigurbjörg Friðriksdóttir, leikskólasérkennari og fulltrúi kennara í Skýjaborg
 • Sunna Rós Svansdóttir, fulltrúi foreldra í Heiðarskóla 
 • Oddur Ottesen, fulltrúi nemenda í 9. bekk
 • Mattías Bjarmi Ómarsson, fulltrúi nemenda úr 10. bekk

Fundargerðir skólaráðs 2023 - 2024

28.2.2024

12.09.2023

Fundargerðir skólaráðs 2022 - 2023

01.06.2023 - skólaráðsfundur

06.02.2023 - skólaráðsfundur 

14.09.2022 - skólaráðsfundur 

 

Fundargerðir skólaráðs 2021-2022: 

01.06.2022 - Skólaráðsfundur

07.03.2022 - Skólaráðsfundur 

27.09.2021 - Skólaráðsfundur 

 

Fundargerðir skólaráðs 2020-2021:

17.05.2021 - Skólaráðsfundur 

22.03.2021 - Skólaráðsfundur 

15.09.2020 - Skólaráðsfundur 

 

Fundargerðir skólaráðs 2019 - 2020

 

Fundargerðir skólaráðs 2018-2019: 

18.09.2018 - Skólaráðsfundur 

 12.12.2018 - Skólaráðsfundur 

28.03.2019 - Skólaráðsfundur 

 

Fundargerðir skólaráðs 2017-2018: 

13.09.2017 - Skólaráðsfundur 

19.12.2017 - Skólaráðsfundur

07.03.2018 - þriðji skólaráðsfundur vetrar

28.05.2018 - 4. skólaráðsfundur vetrar

 

Fundargerðir skólaráðs 2016-2017: 

01.06.2017 - skólaráðsfundur 

22.02.2017 - umsögn frá skólaráði til fræðslu- og skólanefndar

22.02.2017 - skólaráðsfundur