Skólaráð

Samkvæmt reglugerð um skólaráð við grunnskóla nr. 1157/2008 skal skólaráð starfa við grunnskóla sem samráðsvettvangur skólastjóra og skóla­samfélags um skólahald. Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skólaráðs, situr í því og stýrir starfi þess. Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi almennra starfsmanna, tveir fulltrúar barna og einn fulltrúi grenndar­samfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs. Samkvæmt lögum má sameina skólaráð grunnskóla og foreldraráð leikskóla og var það gert í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar árið 2012. Skólastjórar sitja í skólaráði og boða til funda fjórum sinnum á hvorri önn. Stjórn Foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar velur þrjá fulltrúa sína til setu í skólaráði, tvo af grunnskólasviði og einn af leikskólasviði og tvo áheyrnarfulltrúa í Fræðslu- og skólanefnd, einn af hvoru sviði. Auk þess sitja í skólaráði tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndarsamfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs.

Skólaráð hefur það hlutverk að taka þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.

Starfsáætlun skólaráðs: 

 • 1. fundur- (september – október) Nýir skólaráðsfulltrúar boðnir velkomnir og farið yfir hlutverk skólaráðs og drög að starfsáætlun kynnt. Upphaf skólaársins rætt. Stafsáætlun lögð fram til samþykktar. Árs-og sjálfsmatsskýrsla frá árinu áður lögð fram.
 • 2. fundur ( nóvember-desember ) Fjárhagsáætlun fyrir komandi ár kynnt. Önnur mál er tengjast skólastarfinu.
 • 3. fundur ( febrúar – mars ) Ýmis mál er tengjast skólastarfinu, farið yfir drög af skóladagatali næsta skólaárs.
 • 4. fundur ( apríl –maí ) Farið yfir starfsmannaþörf skólans fyrir næsta skólaár og farið yfir breytingar ef þær liggja fyrir á þessum tímapunkti.

 

Verkefni skólaráðs eru að:

 • Fjalla um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir er varða skóla­starfið.
 • Fjalla um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefa umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar.
 • Taka þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið.
 • Fylgjast með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð barna.
 • Fjalla um skólareglur og umgengnishætti í skólanum.
 • Fjalla um erindi frá skólanefnd sveitarfélagsins, foreldrafélagi, kennarafundum, al­menn­um starfsmannafundum, nemendafélagi, einstaklingum, mennta­mála­ráðuneyti og öðrum aðilum og veita umsögn sé þess óskað.
 • Taka þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitastjórnar.

Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra barna, foreldra eða starfsfólks skóla.

 

Í skólaráði 2018-2019 eru: 

 • Sigríður Lára Guðmundsdóttir, skólastjóri Heiðarskóla
 • Eyrún Jóna Reynisdóttir, skólastjóri Skýjaborgar
 • Sigurbjörg Friðriksdóttir, kennari og deildarstjóri í Skýjaborg
 • Sigríður Björk Kristinsdóttir, grunnskólakennari í Heiðarskóla
 • Jóhanna Sigríður Vilhjálmsdóttir, fulltrúi almennra starfsmanna í Heiðarskóla
 • Sigurveig Gunnlaugsdóttir, foreldri
 • Ásta Jóna Ásmundsdóttir, foreldri
 • foreldri
 • Guðrún Brynjólfsdóttir, nemandi
 • Fanney Friðjónsdóttir, nemandi
 • Berglind Ó Jóhannesdóttir, fulltrúi grenndarsamfélagsins

 

Fundargerðir skólaráðs 2018-2019: 

18.09.2018 - Skólaráðsfundur 

 12.12.2018 - Skólaráðsfundur 

28.03.2019 - Skólaráðsfundur 

Fundargerðir skólaráðs 2017-2018: 

13.09.2017 - Skólaráðsfundur 

19.12.2017 - Skólaráðsfundur

07.03.2018 - þriðji skólaráðsfundur vetrar

28.05.2018 - 4. skólaráðsfundur vetrar

 

Fundargerðir skólaráðs 2016-2017: 

01.06.2017 - skólaráðsfundur 

22.02.2017 - umsögn frá skólaráði til fræðslu- og skólanefndar

22.02.2017 - skólaráðsfundur