- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Samkvæmt reglugerð um skólaráð við grunnskóla nr. 1157/2008 skal skólaráð starfa við grunnskóla sem samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skólaráðs, situr í því og stýrir starfi þess. Samkvæmt lögum um leikskóla 90/2008 skal foreldraráð starfa við leikskóla og hefur það umsagnarrétt um skólanámskrá, aðrar áætlanir sem varða starfsemi skólans og allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi. Samkvæmt lögum má sameina skólaráð grunnskóla og foreldraráð leikskóla og var það gert í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar árið 2012. Skólastjórar sitja í skólaráði og boða til funda a.m.k. tvisvar sinnum á ári. Auk skólastjóra sitja í skólaráði þrír fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi almennra starfsmanna, tveir fulltrúar barna og einn fulltrúi grenndarsamfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs. Skólastjórar hvetja foreldra til að bjóða sig fram til setu í skólaráði haust hvert. Ef ekki tekst að fá fulltrúa foreldra með því móti sér stjórn Foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar um að velja þrjá fulltrúa sína til setu í skólaráði, tvo af grunnskólasviði og einn af leikskólasviði.
Skólaráð hefur það hlutverk að taka þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.
Starfsáætlun skólaráðs:
Verkefni skólaráðs eru að:
Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra barna, foreldra eða starfsfólks skóla.
Í skólaráði 2024-2025 eru:
Fundargerðir skólaráðs 2024 - 2025
Fundargerðir skólaráðs 2023 - 2024
Fundargerðir skólaráðs 2022 - 2023
06.02.2023 - skólaráðsfundur
14.09.2022 - skólaráðsfundur
Fundargerðir skólaráðs 2021-2022:
Fundargerðir skólaráðs 2020-2021:
Fundargerðir skólaráðs 2019 - 2020
Fundargerðir skólaráðs 2018-2019:
Fundargerðir skólaráðs 2017-2018:
07.03.2018 - þriðji skólaráðsfundur vetrar
28.05.2018 - 4. skólaráðsfundur vetrar
Fundargerðir skólaráðs 2016-2017:
22.02.2017 - umsögn frá skólaráði til fræðslu- og skólanefndar