- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna

Skýjaborg er Grænfánaskóli
Leikskólinn Skýjaborg er Grænfánaskóli, en Grænfáninn hefur það hlutverk að leiða skóla í faglegri og árangursríkri vinnu með sjálfbærni að leiðarljósi.
Starfið tengist áherslum:
Sjá nánar um verkefnið á heimasíðu Grænfánans.
Grænfánar Skýjaborgar
Skýjaborg flaggaði sínum fyrsta Grænfána árið 2010, og hefur síðan þá endurnýjað fánann reglulega og fékk vorið 2025 viðurkenningu Grænfánans í áttunda sinn.
Leikskólinn hefur sett sér Umhverfissáttmála, sem má skoða hér: Umhverfissáttmáli Skýjaborgar.
Umhverfisnefnd barnanna
Í Skýjaborg taka börn í elsta árgangi virkan þátt í starfi umhverfisnefndar, ásamt kennara sínum og leikskólastjóra.
Áhersla er lögð á að:
Fundir umhverfisnefndar eru bæði formlegir og óformlegir — stundum er rædd umhverfismál inni við borð, en stundum er starfað úti í verki og rætt við börnin á meðan þau vinna að umhverfisverkefnum.
Umhverfismennt og náttúruvernd rennur eins og rauður þráður í gegnum allt starf leikskólans, og hugsað er um umhverfið í öllu skipulagi.
Umhverfisnefnd fullorðinna
Allt starfsfólk leikskólans tilheyrir umhverfisnefnd fullorðinna. Nefndin fundar 2–3 sinnum á ári eða eftir þörfum og fjallar um þróunarverkefni, skipulag og framgang Grænfánastarfsins.
Skýrslur og fundargerðir
Hér til hliðar má finna fundargerðir umhverfisnefndanna.
Þá eru einnig upplýsingar um þróunarverkefni sem leikskólinn hefur tekið þátt í og tengist umhverfismennt. Þau eru tvö. Annars vegar verkefnið Erasmus+ Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld 2018-2020 og hins vegar Nordplus verkefni 2014-2016.
Hér fyrir neðan má skoða Grænfánaskýrslur Skýjaborgar:
Skýrsla grænfánaverkefnis 2025
Skýrsla grænfánaverkefnis 2023
Skýrsla grænfánaverkefnis 2021
Skýrsla grænfánaverkefnis 2019
Skýrsla grænfánaverkefnis 2017