Innritun í leikskóla

Að sækja um leikskólapláss

Leikskólinn er fyrir börn frá 18 mánaða aldri sem eiga lögheimili í Hvalfjarðarsveit.

Heimilt er að taka við börnum allt niður í 12 mánaða ef laust pláss er í leikskólanum. Umsækjendur þurfa þá að tilgreina það sérstaklega í umsókninni.
Sjá nánar í Verklagsreglum fyrir starfsemi leikskóla Hvalfjarðarsveitar.

 

Umsóknarferli

Umsókn um leikskólapláss fer fram í gegnum íbúagátt Hvalfjarðarsveitar

Athugið: ef fjölskyldan er að flytja í sveitarfélagið er hægt að sækja um leikskólapláss áður en lögheimili hefur verið skráð. Við mælum með að sækja um sem fyrst, frekar fyrr en seinna.