Matseðill

Matseðill Skýjaborgar

Í leikskólanum er boðið upp á morgunverð, ávaxtastund, hádegisverð og nónhressingu. 

Morgunverður er framreiddur milli kl. 8:30-9:00. Boðið er upp á hafragraut og AB mjólk. Með morgunverð eru til skiptis ávextir, rúsínur, döðlur og kanill. Alltaf er boðið upp á lýsi með morgunmatnum. Á föstudögum er ristað brauð.

Hádegisverður er kl. 11:15 á yngri deild og 11:40 á eldri deild. Lagt er upp með að bjóða upp á einfaldan, hollan og góðan heimilismat sem er eldaður að mestu frá grunni. Matseðil má sjá hér á heimasíðunni og inn í Karellen-kerfinu.

Nónhressing er kl. 14:45. Þá er boðið upp á heimabakað brauð, hrökkkex, ávexti eða heimabakstur.  

Í leikskólanum bjóðum við börnum upp á vatn með mat og mjólk með nónhressingu.