- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Við leggjum áherslu á að taka vel á móti hverju barni og láta það finna að það sé velkomið í leikskólann.
Í lok dags er barnið kvatt og þakkað fyrir daginn, svo það finni að dagurinn sé heildstæð og jákvæð upplifun.
Mikilvægt er að foreldrar fylgi börnum sínum til starfsfólks þegar þau koma í leikskólann.
Það varðar öryggi barnanna að þau séu komin í öruggar hendur áður en þau eru kvödd.
Jafnmikilvægt er að kveðja í lok dags – gott er að gefa barninu tíma til að ljúka við leik eða verkefni og kveðja starfsfólkið áður en það fer heim.
Börn yngri en 12 ára mega ekki sækja börn í leikskólann, og biðjum við foreldra að virða það.
Börn fara ekki heim með öðrum börnum eða foreldrum þeirra nema leikskólanum hafi verið tilkynnt sérstaklega af viðkomandi foreldri.
Við viljum minna foreldra á að loka alltaf hliðinu, bæði þegar börn eru komin og þegar þau eru sótt.
Börn hafa stundum gaman af því að opna og loka hliðinu, en vinsamlega brýnið fyrir þeim að aðeins fullorðnir megi opna og loka hliðinu.
Ef börnin þjálfast í að opna hliðið getur úr því orðið hættulegur leikur á skólatíma.
Vinsamlegast stöðvið bílvélina fyrir utan leikskólann þegar komið er með eða sótt barn.