Útbúnaður

Klæðnaður barnanna

Við leggjum áherslu á að börnin séu í þægilegum fötum sem þau geta auðveldlega hreyft sig í og klætt sig í og úr, eftir því sem sjálfshjálp þeirra eykst.
Í leikskólastarfinu er oft sullað með vatn og málningu, svo mikilvægt er að klæðnaðurinn þoli slíka leiki.

Veður og aukaföt

Klæðnaður barnanna þarf að vera við hæfi miðað við veðurfar, og hafa ber í huga að veður getur breyst snögglega.
Það er því nauðsynlegt að hafa aukafatnað með í leikskólann.

Aukafötin eru geymd í glærum plastkössum fyrir ofan hólf barnanna.
Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að fylgjast vel með og fylla á kassann eftir þörfum.

Foreldrar eru beðnir að aðstoða starfsfólkið með því að:

  • Merkja allan fatnað, sérstaklega útiföt, til að minnka líkur á að þau glatist.

  • Ganga frá fatahólfi barnsins og setja skófatnað sem skilja á eftir í skóhillu.

  • Taka óhrein föt heim til þvotta.

  • Tæma fatahólf barnsins í vikulok til að auðvelda þrif.