- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Foreldrar eru beðnir að tilkynna allar breytingar á viðveru barnsins, svo sem veikindi eða frí.
Tilkynningar má senda með eftirfarandi hætti:
Með því að hringja beint í deild barnsins
Eða senda skilaboð í gegnum Karellen-kerfið
Gert er ráð fyrir að öll börn taki þátt í daglegu starfi leikskólans, bæði úti og inni.
Því er ekki hægt að taka á móti veiku barni eða barni sem er að veikjast.
Útiveru er ekki sleppt nema í undantekningartilvikum.
Veikist barn á meðan á leikskóladegi stendur, skal það dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust í að minnsta kosti 1–2 sólarhringa og smithætta er liðin hjá.
Starfsfólk leikskólans hefur samband við foreldra ef barn:
Er óeðlilega slappt og tekur ekki þátt í starfinu,
Er með hita yfir 38°C,
Eða er með niðurgang eða ælu.
Í slíkum tilfellum þarf foreldri að sækja barnið og hafa það heima þar til það hefur jafnað sig.