Afmæli

Afmælisdagur er stór dagur í lífi barns. Á afmælisdaginn fær barnið að gera kórónu, vera þjóninn, það er sungið fyrir það og það fær sérstakt afmælismatarsett til að borða með. Einu sinni í mánuði er sameiginlegt afmæli þar sem allir í leikskólanum koma saman, syngja fyrir afmælisbörnin og fá eitthvað góðgæti sem búið er til í leikskólanum, ísklaka eða köku. 

Við viljum vekja athygli að leyfilegt er að bjóða í afmæli í leikskólanum ef öllum á deildinni er boðið eða öllum í hóp/árgangi barnsins. Annars skal afmælisboð fara fram fyrir utan leikskólann.