Afmæli

Afmæli barna

Afmælisdagur er stór og mikilvægur dagur í lífi barnsins.
Á afmælisdaginn fær barnið að:

  • Búa til sína eigin kórónu
  • Vera þjónn dagsins
  • Fá sungið fyrir sig
  • Og nota sérstakt afmælismatarsett við máltíðina

Sameiginlegt afmæli

Einu sinni í mánuði er haldið sameiginlegt afmæli í leikskólanum.
Þá koma öll börn og starfsfólk saman, syngja fyrir afmælisbörnin og njóta góðgætis sem búið er til í leikskólanum — til dæmis ísklaka, köku eða ávaxta.

Afmælisboð

Við minnum á að afmælisboð í leikskólanum eru aðeins leyfileg ef öllum börnum á deildinni eða öllum í hóp/árgangi barnsins er boðið.
Ef ekki er boðið öllum, skal afmælisboðið fara fram utan leikskólans.