Dropinn

Á Dropanum dvelja að jafnaði 16 börn á aldrinum 18 mánaða til 3ja ára.

Deildarnámskrá Dropans

Á Dropanum hefja flest börnin leikskólagöngu sína og er lögð mikil áhersla á að upphafið verði börnum og foreldrum sem auðveldast. Aðlögun er einstaklingsmiðuð og skipulögð í samráði við foreldra. Allt miðar að því að barnið verði sem fyrst öruggt og ánægt í leikskólaumhverfinu.

Frjálsi leikurinn er í fyrirrúmi á Dropanum og lögð áhersla á að börnin æfi sig í að leika saman í litlum og stórum hópum. Opinn efniviður er notaður til að þróa leikinn. Reynt er að hafa dagskipulag sem hentar barnahópnum hverju sinni og tekið er mið af þörfum hvers og eins t.d. varðandi svefnvenjur.