Sérfræðiþjónusta

Við Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar starfa sérkennari/þroskaþjálfi, talmeinafræðingur, sálfræðingur og hjúkrunarfræðingur. Þjónusta þeirra miðar að því að stuðla að eðlilegum framförum í leik, þroska og námi.  Leitast er við að hafa sveigjanleika í öllu skipulagi til að mæta þörfum allra sem við skólann starfa. Þannig er stefnt að því að allir geti fundið verkefni sem hæfa aldri og þroska innan síns bekkjar / deildar en að þeir sem þurfa aðstoð við að auka færni sína sérstaklega geti fengið tækifæri til þess á einstaklingsforsendum sé þess þörf.

Markmið með sérþjónustu eru m.a.:

  • að mæta þörfum í leik, þroska og námi
  • að styrkja sjálfsmynd og sjálfstæði
  • að efla hæfni til félagslegra samskipta
  • að auka færni í ákveðnum námsgreinum / námssviðum

Foreldrar hafa aðgang að þeim sérfræðingum sem við skólann starfa í gegnum skólastjóra, deildarstjóra eða umsjónarkennara.