Nordplus verkefni 2014-2016

Leikskólinn tók þátt í verkefni sem styrkt var af Nordplus haustið 2014 til vorsins 2016 ásamt leikskólum í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Noregi. 

Í verkefninu unnu leikskólar í löndunum að sameiginlegum verkefnum sem tengdust útinámi, hreyfingu og sköpun út frá þemanu Bangsímon og hundrað ekru skógurinn.

Börnin fundu sinn Hundrað ekru skóg í nágrenni skólans og heimsækja hann reglulega og vinna ýmis verkefni þar. Þar fylgjast þau meðal annars með litlu tré vaxa og fara í útijóga. 

Skólaárið 2014-2015 var unnið að gerð leikjahandbókar um útileiki í löndunum sem er aðgengileg á vefnum og haldin var úti heimasíða með upplýsingum um verkefnin. Einnig voru unnin verkefni sem tengjast haustlitum, laufblöðum, hollustu og hreyfingu og Bangsímon.

Skólaárið 2015-2016 var unnið að fjölmörgum verkefnum í tengslum við verkefnið. Má þar nefna fuglafóðursgerð í janúar, brauðbakstur með hunangi í maí, skoðað hvernig vatn frýs úti, farið í útijóga o.fl. Hefur afrakstur verið kynntur foreldrum í lokuðum Facebook hópum sem og sett á heimasíðu skólans. Nordplus verkefnið tengist og skarast mikið við vinnu grænfánaverkefnisins því bæði tengist útinámi og umhverfismennt. 

Vefslóðin á heimasíðuna er http://winnieandwood.wordpress.com/ og er hún nýtt til að kynna verkefni hvers skóla út á við. 

Merki verkefnisins er hannað af Elinu Maiju, Íslandi.