Fréttir

27.11.2020

Laust starf við Heiðarskóla

Skólaliði óskast í 100% starf í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit frá og með 4. janúar 2021. Um framtíðarstarf er að ræða. Vinnutími er frá kl. 9:15 – 16:45. Starfið felur í sér aðstoð við matseld í mötuneyti, ræstingu, vinnu með börnum í frístundastarf...
24.11.2020

Kveikt á jólatrénu

Linda sveitarstjóri bauð öllum börnunum í leikskólanum að vera viðstödd í dag þegar kveikt var á ljósunum á jólatrénu við Stjórnsýsluhúsið. Sungið var og gengið í kringum jólatréð. Að lokum gaf Linda börnunum mandarínur sem allir gæddu sér á.
18.11.2020

Dagur íslenskrar tungu

Á mánudaginn var Dagur íslenskrar tungu. Hann var óvenjulegur í ár hjá okkur (eins og svo margt annað). Við erum vön að fá 3. bekk í heimsókn til okkar sem hefur lesið fyrir börnin og einnig höfum við fengið íslenskan rithöfund sem hefur kynnt og lesið upp úr bók. En í ár buðum við engum í heimsókn. Tekin var umræða með börnunum og þau kynnt fyrir höfundinum Jónasi Hallgrímssyni, mikilvægi tungumálsins okkar. Sungin voru íslensk lög og farið með ljóð. Elsti árgangurinn teiknaði íslenskan fánann.