- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Nemendafélag Heiðarskóla
Í lögum um grunnskóla er kveðið á um, að við hvern skóla skuli starfa nemendafélag. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.
Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.
Við Heiðarskóla starfar nemendafélag. Hlutverk þess er að vinna að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og koma skoðunum nemenda á framfæri við stjórnendur. Nemendafélagið hefur forgöngu um að vinna góðum málum framgang.
Nemendafélag Heiðarskóla 2022 - 2023
Fulltrúar 10. bekkjar: Andrés og Rakel Ösp
Fulltrúar 9. bekkjar: Arna Rún, Beníta Líf og Mattías Bjarmi
Fulltrúar 8. bekkjar: Eymar og Sædís
Fulltrúi 7. bekkjar: Anton
Fulltrúi 6. bekkjar: Hrafn
Fulltrúi 5. bekkjar: Ingibjörg Elva
Starfsreglur Nemendafélags Heiðarskóla
Í Nemendafélagi Heiðarskóla eru 10 fulltrúar nemenda skólaárið 2022 - 2023.
Nemendafélagið fundar að öllu jöfnu þriðja eða fjórða hvern mánudag.
Í Nemendafélagi Heiðarskóla sitja sjö fulltrúar úr unglingadeild, tveir úr 8. og 10. bekk og þrír úr 9. bekk á skólaárinu ásamt þremur fulltrúum miðstigs, einum úr hverjum bekk. Alla jafna eru tveir fulltrúar úr hverjum bekk í unglingadeild en þetta skólaár er gerð undantekning fyrir 9. bekk. Allir nemendur í 5. – 10. bekk geta boðið sig fram í Nemendafélagið. Ef fleiri en einn í hverjum bekk á miðstigi bjóða sig fram er kosið og sá sem fær flest atkvæði er kjörinn. Ef fleiri en tveir úr hverjum bekk á unglingastigi bjóða sig fram er kosið og þeir tveir sem fá flest atkvæði eru kjörnir fulltrúar.
Fundargerðir 2022 - 2023:
Fundur 13.02.23 - röng dagsetning, fundurinn var haldinn 13.03.23