Nemendaráð

Nemendaráð Heiðarskóla

Í lögum um grunnskóla er kveðið á um, að við hvern skóla skuli starfa nemendafélag. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.

Við Heiðarskóla starfar nemendafélag. Hlutverk þess er að vinna að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og koma skoðunum nemenda á framfæri við stjórnendur. Nemendafélagið hefur forgöngu um að vinna góðum málum framgang.

 

Nemendaráð Heiðarskóla 2019 - 2020

Formaður nemendaráðs: Ronja Rán Pálsdóttir

Fulltrúar 10. bekkjar: Erna Þórarinsdóttir og Ronja Rán Pálsdóttir

Fulltrúar 9. bekkjar: Ísabella Sól Sigurveigardóttir og Anton Teitur Ottesen

Fulltrúar 8. bekkjar: Ólafur Vignir Jónsson og Alda Arunasdóttir

Fulltrúi 7. bekkjar: Arnþór Máni Björgvinsson

Fulltrúi 6. bekkjar: Aldís Tara Ísaksdóttir

Fulltrúi 5. bekkjar: Oddur Ottesen

 

Starfsreglur Nemendafélags Heiðarskóla

Í Nemendafélagi Heiðarskóla eru 9 fulltrúar nemenda. 

Nemendafélagið fundar að öllu jöfnu þriðja hvern mánudag.

Í nemendafélagi Heiðarskóla sitja sex fulltrúar úr unglingadeild, tveir úr hverjum bekk og þrír fulltrúar miðstigs, einn úr hverjum bekk. Allir nemendur í 5. – 10. bekk geta boðið sig fram í Nemendafélagið. Nafnlaus framboð eru í unglingadeild – unglingar semja framboðsræðu að hausti, skólastjóri les upp og nemendur kjósa einn fulltrúa. Þeir tveir sem fá flest atkvæði eru fulltrúar bekkjar í félaginu. Á miðstigi er einn fulltrúi úr hverjum bekk kosinn í félagið.  

 

Fundargerðir 

2019 - 2020

2018 - 2019

11. september 2017

2.október 2017

30. október

14. desember

22. janúar 2018

5. mars 2018

9. apríl 2018