Nemendafélag

Nemendafélag Heiðarskóla

Í lögum um grunnskóla er kveðið á um, að við hvern skóla skuli starfa nemendafélag. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.

Við Heiðarskóla starfar nemendafélag. Hlutverk þess er að vinna að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og koma skoðunum nemenda á framfæri við stjórnendur. Nemendafélagið hefur forgöngu um að vinna góðum málum framgang.

 

Nemendafélag Heiðarskóla 2023 - 2024

Fulltrúar 10. bekkjar: Arna Rún, Aldís Tara og Guðbjörg

Fulltrúar 9. bekkjar: Páll og Oddur

Fulltrúar 8. bekkjar: Ólöf

Fulltrúi 7. bekkjar: Valgarður Orri

Fulltrúi 6. bekkjar: Þóra Kristín

Fulltrúi 5. bekkjar: Ísabella Rós 

Starfsreglur Nemendafélags Heiðarskóla

Í Nemendafélagi Heiðarskóla eru 9 fulltrúar nemenda skólaárið 2023 - 2024. 

Nemendafélagið fundar að öllu jöfnu einu sinni í mánuði.

Í Nemendafélagi Heiðarskóla sitja fulltrúar úr unglingadeild, að öllu jöfnu tveir úr hverjum bekk og einn fulltrúi úr hverjum bekk á miðstigi. Þetta skólaár er gerð undantekning og 3 fulltrúar sitja fyrir 10. bekk og 1 í 8. bekk.  Allir nemendur í 5. – 10. bekk geta boðið sig fram í Nemendafélagið. Ef fleiri en einn í hverjum bekk á miðstigi bjóða sig fram er kosið og sá sem fær flest atkvæði er kjörinn. Ef fleiri en tveir úr hverjum bekk á unglingastigi bjóða sig fram er kosið og þeir tveir sem fá flest atkvæði eru kjörnir fulltrúar.  Mælt er með að þeir sem bjóða sig fram skrifi nafnlausa framboðsræðu og skili til kennara sem les upp og kosið sé um stefnumál frambjóðenda. 

Fundargerðir 2023 - 2024: 

Fundur 8. september

Fundur 13. október

Fundur 26. febrúar

Fundur 8. apríl

Fundargerðir 2022 - 2023:

Fundur 22.09.22

Fundur 24.10.22

Fundur 13.02.23

Fundur 13.02.23 - röng dagsetning, fundurinn var haldinn 13.03.23

Fundur 19.05.23

 

 

 

2021 - 2022

2020 - 2021

2019 - 2020

2018 - 2019

11. september 2017

2.október 2017

30. október

14. desember

22. janúar 2018

5. mars 2018

9. apríl 2018