Könnunaraðferðin

Könnunaraðferðin (Project Approach)

Könnunaraðferðin gengur út á að taka fyrir ákveðið þema eða viðfangsefni og vinna með það í ítarlegri rannsókn, út frá áhuga barnanna.
Viðfangsefnið er yfirleitt tengt umhverfi sem börnin þekkja, þannig að það hafi persónulega merkingu fyrir þau.

Viðfangsefnið getur verið valið af börnunum sjálfum eða kennaranum, en áhugi barnanna ræður alltaf ferðinni.
Aðferðin hentar jafnt fyrir stóra sem litla hópa, og getur staðið yfir í styttri eða lengri tíma.


Markmið könnunaraðferðarinnar

Aðalmarkmið könnunaraðferðarinnar er að örva áhuga barna og efla þroska þeirra í víðum skilningi — ekki aðeins þekkingu og hæfni, heldur einnig:

  • Tilfinningalegan þroska
  • Siðferðislega meðvitund
  • Fagurfræðilega upplifun

Við byggjum á þeirri þekkingu sem barnið býr þegar yfir, og vinnum að því að efla hana.
Kennarinn styður barnið við að afla sér nýrrar þekkingar, skilgreina hugtök og sjá tengsl og merkingu viðfangsefnisins.

Við hvetjum börnin til að spyrja spurninga og notum opnar spurningar (hvað – hvernig – hvað haldið þið). Þannig er áhugi barnanna vakinn og þau læra að efla hugsun sína og rökhugsun.


Könnunaraðferðin og lýðræði

Með könnunaraðferðinni læra börnin um lýðræði með því að taka þátt í lýðræði.
Þau fá að:

  • Tjá skoðanir og hugsanir
  • Deila þekkingu sinni með öðrum
  • Koma hugmyndum sínum á framfæri

Félagsfærni og samvinna

Könnunaraðferðin er góð leið til að efla félagsfærni, þar sem börnin:

  • Vinna í hópum
  • Taka þátt í samræðum og samvinnu
  • Deila reynslu og komast að sameiginlegum niðurstöðum
  • Læra að skilja orsök og afleiðingu

Líðan barnanna hefur mikil áhrif á árangur, því verkefnið þarf að vekjast áhuga og gleði þeirra. Börnin læra að takast á við bæði velgengni og mistök, og að segja frá tilfinningum sínum.


Hlutverk kennarans

Kennarinn:

  • Skipuleggur og leiðir verkefnið út frá áhuga barnanna
  • Er vakandi fyrir spurningum og hugmyndum þeirra
  • Setur fram tilgátur og hjálpar þeim að rannsaka
  • Styður og hvetur börnin áfram
  • Hjálpar þeim að nýta eigin þekkingu og reynslu

Þrjú stig könnunaraðferðarinnar

Könnunaraðferðinni er skipt í þrjú stig – sem tákna upphaf, miðju og endi verkefnisins:

  1. stig – Upphaf
  • Viðfangsefnið er afmarkað, spurningar settar fram og settur upp vefur.
  • Kennarinn ræðir við börnin til að kanna þekkingu og reynslu þeirra
  • Áhugi er vakinn með umræðum og hugstormun
  • Börnin segja frá eigin reynslu og sýna sinn skilning
  • Bréf er sent heim til foreldra með hvatningu um að ræða viðfangsefnið heima og deila upplifunum
  1. stig – Miðja
  • Börnin leita svara, athuga, rannsaka og skrá niðurstöður
  • Haldnar eru umræður, farið í vettvangsferðir og jafnvel rætt við sérfræðinga
  • Kennarinn leggur til heimildir (t.d. bækur og raunverulega hluti)
  • Hugmyndir barnanna eru teknar alvarlega og þær framkvæmdar eftir föngum
  1. stig – Niðurlag
  • Endurskoðun og mat á verkefninu fer fram
  • Börnin velja efni til kynningar og setja upp sýningu fyrir aðra eða foreldra
  • Mikilvægt er að þau fái að koma vinnu sinni og hugmyndum á framfæri

Tengsl við námssvið leikskóla

Þegar unnið er með könnunaraðferðina er mikilvægt að flétta inn námssvið leikskóla samkvæmt Aðalnámskrá.

Námssvið leikskóla eru:

  • Heilbrigði og vellíðan
  • Læsi og samskipti
  • Sjálfbærni og vísindi
  • Sköpun og menning

Börn ásamt hópstjóra skrifa niður hvað þau hafa fræðst um í sinni rannsókn á broddgöltum