- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Eineltisáætlun
Einelti er endurtekin áreitni eða ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, sem stýrt er af einstaklingi eða hópi sem beinist að einstaklingi sem ekki tekst að verja sig. Líkamlegt einelti getur verið barsmíðar, spörk, hrindingar eða meiðingar af öðru tagi. Andlegt einelti felst í stríðni, útilokun, hótunum, höfnun eða meiðandi athugasemdum á netinu. Einelti er ein tegund ofbeldis og ofbeldi er ekki liðið í Heiðarskóla.
Í aðalnámskrá 2011 er talað um jákvæðan skólabrag sem einn þátt til að koma í veg fyrir einelti. Heiðarskóli kappkostar við að hafa skólabraginn jákvæðan. Það gerum við m.a. með aðferðum uppbyggingarstefnunnar þar sem samskipti okkar mótast af virðingu. Hver og einn bekkur/námshópur er með vikulegan tíma í töflu hjá námsráðgjafa þar sem unnið er með líðan, tilfinningar, að þekkja sjálfan sig og læra á sjálfan sig, hópefli, vinatengsl, sjálfstyrkingu, félagsfærni o.fl. Þar fyrir utan sjá umsjónarkennarar um vikulega bekkjarfundi þar sem tækifæri gefst til að ræða samskiptin og innleiða hugmyndafræði uppbyggingarstefnunnar um innri stjórn og ábyrgð. Sérstök áhersla er lögð á að kenna nemendum ábyrga og jákvæða nethegðun til að fyrirbyggja rafrænt einelti. Vellíðan er eitt af gildum skólans. A.m.k. tvisvar á skólaárinu eru lagðar fyrir líðankannanir og oftar ef þurfa þykir. Ef líðan kemur illa út í könnun er brugðist við því á viðeigandi hátt t.d. með hópefli, samvinnuverkefnum, félagsfærnikennslu og/eða sjálfstyrkingu ýmist af umsjónarkennara eða námsráðgjafa.
Einstaklingur sem er lagður í einelti getur orðið fyrir:
Ofbeldi er vísvitandi meiðandi hegðun þar sem einstaklingur eða hópur beitir valdi til að meiða eða niðurlægja aðra.
Sá einstaklingur sem verður fyrir einelti eða ofbeldi segir oft ekki frá því heldur skammast sín og kennir sjálfum sér jafnvel um. Þess vegna er mjög áríðandi að allir þekki einkenni eineltis.
Hugsanlega er um einelti að ræða ef nemandinn:
Ef grunur vaknar um einelti er unnið eftir eftirfarandi verklagsreglum:
Málið leyst:
Eftirfylgni með málum varir í 2 – 4 mánuði, til að fyrirbyggja að eineltið hefjist aftur. Ef ekki ber á einelti á tímabilinu er málinu formlega lokað með fundi eineltisteymisins og þess sem tilkynnti.
Ef ekki tekst að leysa málið er því vísað til Fræðslunefndar.
Til að fyrirbyggja að einelti komi upp á meðal starfsmanna er lögð áhersla á gagnkvæma virðingu í mannlegum samskiptum. Ef starfsmaður upplifir einelti eða hefur grun um einelti gagnvart samstarfsfólki verður unnið eftir eineltisáætlun Hvalfjarðarsveitar sem finna má í skólanámskrá.
Tilkynning um grun um einelti: Eyðublað pdf
Tilkynning um grun um einelti: Eyðublað word