Mentor

Heiðarskóli nýtir námsumsjónarkerfið Mentor. Í Mentor eru ýmsar skráningar s.s. námsframvinda, forföll, leyfi, óheimilar fjarvistir og dagbókarskráningar. Foreldrar geta sjálfir skráð veikindi barna í Mentor. Foreldrar og nemendur fá sérstök lykilorð til að komast inn á sitt svæði í námsumsjónarkerfinu. Þar eiga foreldrar að geta fylgst með námi barna sinna. Innskráningarsíðuna má finna á slóðinni mentor.is