- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Deildir leikskólans eru tvær, Regnboginn og Dropinn.
Á Regnboganum eru börn á aldrinum 3ja - 6 ára og á Dropanum eru börn á aldrinum 18 mánaða til 3ja ára.
Flest börnin hefja leikskólagöngu sína á Dropanum og flytjast yfir á Regnboga að hausti árið sem þau verða 3ja ára.
Á Dropanum er lagt upp með einfalt dagskipulag sem hentar ungum börnum. Lögð áhersla á leik með opinn efnivið, þroskandi leikföng og skapandi vinnu. Á Dropanum læra börnin að leika sér saman í hóp. Mikill tími af deginum fer í að sinna líkamlegum og andlegum þörfum barnanna og vinnur starfsfólk því að markmiðum skólanámskrár að miklu leyti í gegnum athafnir daglegs lífs. Þannig fer málörvun ekki eingöngu fram í samverustund, heldur eru tækifærin gripin til málörvunar í leik, við matarborð, á skiptiborðinu og í fataherbergi svo dæmi sé tekin.
Á Regnboganum er lögð áhersla á jafnvægi milli frjálsra stunda og stunda sem skipulagðar eru af starfsfólki, á jafnvægi milli leiks og hvíldar. Unnið er markvisst í hópastarfi með aðferðarfræði könnunaraðferðarinnar og er mikið samstarf og samvinna við grunnskólasvið sem miðar að því að gera skilin milli leik- og grunnskóla einföld og auðveldari. Unnið er með opinn efnivið og skapandi starf og fær frjálsi leikurinn góðan tíma og rými í dagskipulaginu til að þróast.
Útivera er mikil í leikskólanum og reynt er að fara út tvisvar til þrisvar á dag. Mikilvægt er því að börnin séu ávallt útbúin til útiveru í ólíku veðurfari.
Hér til hliðar má lesa nánar um hvora deild fyrir sig og finna deildarnámskrár deildanna.