Grænfáninn


Grænfáninn

Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.

Skólinn fékk Grænfánann í fyrsta skipti 2009 og í áttunda sinn vorið 2023. Sem leið að því markmiði tekur skólinn þátt í verkefninu Skólar á grænni grein. Verkefnið sem er á vegum Landverndar er alþjóðlegt og er ætlað að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein leitast við að stíga skrefin sjö. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Markmið verkefnisins eru: 

  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
  • Efla samfélagskennd innan skólans.
  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.
  • Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.
  • Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning.

Sjá nánar um Grænfánaverkefni Landverndar á vefsíðunni www.landvernd.is

Umhverfisnefnd 2023 - 2024

Fulltrúar nemenda: Arnar Marinó 1. bekk, Bergrós 2. bekk, Reynir Snær 3. bekk, Elísabet Heba 4. bekk, Sara Margrét 5. bekk, Ingibjörg Elva 6. bekk, Eiríkur 7. bekk, Veronika og Jónas 8. bekk, Marteinn Bóas 9. bekk, Beníta 10. bekk.  

Fulltúrar starfsfólks: Sóley Bára, Eyrún Sif, Þórdís, Helena og Sigga Lára

 

Skýrsla Grænfánaverkefnisins 2021 - 2023