- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.
Skólinn fékk Grænfánann í fyrsta skipti 2009 og í sjötta sinn vorið 2017. Sem leið að því markmiði tekur skólinn þátt í verkefninu Skólar á grænni grein. Verkefnið sem er á vegum Landverndar er alþjóðlegt og er ætlað að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein leitast við að stíga skrefin sjö. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Markmið verkefnisins eru:
Sjá nánar um Grænfánaverkefni Landverndar á vefsíðunni www.landvernd.is
Fulltrúar nemenda: Emilía Ósk 1. bekk, Reynir Snær 2. bekk, Hafsteinn Hrafn 3. bekk, Ísabella Rós 4. bekk, Þóra Kristín 5. bekk, Valgarður Orri 6. bekk, Maron Logi 7. bekk, Matthildur Svana 8. bekk, Aldís Tara 9. bekk, Berglind Ýr og Lára Dröfn 10. bekk.
Fulltúrar starfsfólks: Siggi T, Arna Kristín, Þórdís og Sigga Lára