11.11.2025
Leikskólinn Skýjaborg auglýsir eftir leikskólakennara til starfa í 100% stöðu frá 2. janúar 2026.
Skýjaborg er tveggja deilda leikskóli í Melahverfi. Í Skýjaborg er lögð áhersla á umhverfismennt, útinám, snemmtæka íhlutun í máli og læsi og sjálfsprottinn leik. Skólinn er grænfánaskóli og gildi skólans eru: Vellíðan, virðing, metnaður og samvinna.
Í Skýjaborg gefst tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast þróun leikskólastarfs, samvinnu við Heiðarskóla og fleiri stofnanir.
Lesa meira
10.11.2025
8. nóvember er baráttudagur gegn einelti. Til að vekja athygli á deginum hlupum við Vináttuhlaup á föstudaginn 7. nóv. Börn og starfsfólk hljóp 3 hringi í kringum leikskólann og fengu börnin viðurkenningu frá Blæ að launum.
Lesa meira
06.11.2025
Í gærmorgun æfðum við okkur að rýma leikskólann. Börn og starfsfólk var allt upplýst og farið var yfir hvað öll ættu að gera þegar bjallan færi í gang. Siggi slökkviliðsmaður kom, var viðstaddur rýminguna og setti kerfið í gang fyrir okkur. Rýminginn gekk vel, vel viðraði og öll börn fór út fyrir á sokkunum í stuttan tíma.
Við stefnum svo á aðra rýmingaræfingu síðar í vetur sem verður óundirbúin.
Lesa meira