- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Skólareglur Heiðarskóla eru endurskoðaðar á hverju hausti með nemendum og starfsmönnum. Skólareglur Heiðarskóla eru eftirfarandi:
Við brot á skólareglum er unnið eftir agareglum Heiðarskóla en þær eru eftirfarandi:
A1 – Kennari/starfsmaður tekur á atviki
Umsjónarkennara gert viðvart eftir á ef þurfa þykir.
A2 – Umsjónarkennari kallaður til og hann tekur á atviki
1. sinn - Útbúin uppbyggingaráætlun með kennara. Foreldrum gert viðvart af kennara.
2. sinn – Viðtal við umsjónarkennara. Umsjónarkennari hringir heim og tilkynnir ástæður.
3. sinn – Viðtal við skólastjórnendur. Skólastjórnendur hringja heim. Skólastjóri vísar nemanda úr skóla það sem eftir er dags.
A3 – Ófrávíkjanlegar reglur 1, skólastjóri/aðstoðarskólastjóri tekur á atviki ásamt umsjónarkennara
A3 getur varðað brottvikningu úr skóla í allt að 3 daga. Foreldrar eru upplýstir um atvik og gefið tækifæri til andmæla. Eftir að andmælaréttur foreldra hefur verið nýttur tekur skólastjóri ákvörðun um brottvísun í allt að 3 daga. Skólastjórnendur skulu taka á málinu ásamt umsjónarkennara, sem sjá um skráningu atviks og úrvinnslu. Nemendum er boðið að vinna úr sínum málum með skólastjóra og gera uppbyggingaráætlun.
A4 – Ófrávíkjanlegar reglur 2, skólastjóri/aðstoðarskólastjóri tekur á atviki ásamt umsjónarkennara
A4 varðar brottvikningu úr skóla og skemmtana- og ferðabann á vegum skólans. Skólastjórnendur skulu taka á málinu ásamt umsjónarkennara, sem sjá um skráningu atviks og úrvinnslu. Foreldrar upplýstir af skólastjóra/aðstoðarskólastjóri og gefið tækifæri til andmæla.
Varðandi skemmtana- og ferðabann í A4 verður að meta atvikið og hvernig nemandi vill vinna úr sínu máli. Staða nemanda varðandi aðrar skráningar kemur líka til álita, þegar ákvörðun er tekin um hversu langt bannið á að vera.
A4 brot eru þess eðlis að ekki er annað hægt en að vísa nemendum heim tímabundið, aðallega til þess að skapa öðrum nemendur aðstæður þar sem þeir eru öruggir.
Almennt um agareglur:
Skráning: Öll brot eru skráð eins og tiltekið er hér að ofan.
Brottvísun: Foreldrar eru látnir vita samdægurs og beðnir um að sækja barnið í skólann. Að auki er sent skriflegt bréf í Mentor. Haldinn er fundur strax morguninn eftir með foreldrum og geta þeir nýtt sér andmælarétt sinn það sem eftir er dags. Andmælaréttur foreldra vegna brottvikningar er ávallt virtur. Ef nemanda er vísað úr skóla í 3 daga er Fræðslu- og skólanefnd gert viðvart.
Hvað er andmælaréttur? Foreldrar geta andmælt brottrekstri barnsins. Andmælaréttur er skýr í stjórnsýslulögum og gildir daginn eftir brot, eftir það getur skólastjóri ákveðið að vísa nemanda úr skóla í allt að 3 daga.