Skólareglur

 

 

Skólareglur Heiðarskóla eru endurskoðaðar á hverju hausti með nemendum og starfsmönnum. Skólareglur Heiðarskóla eru eftirfarandi:

  • Við gefum öðrum næði til að læra.
  • Við tökum þátt í tímum og sinnum heimanáminu.
  • Við göngum vel um.
  • Við mætum á réttum tíma í kennslustundir.
  • Við mætum með skólabækur, íþrótta- og sundföt.
  • Við klæðum okkur eftir veðri.
  • Við notum síma og netið á ábyrgan og jákvæðan hátt.
  • Við sinnum fyrirmælum starfsfólks.
  • Við geymum leikföng heima.
  • Við erum kurteis.
  • Við skiljum sælgæti eftir heima.
  • Við virðum öryggi, eigur og einkalíf annarra.
  • Við berum virðingu fyrir sjálfum okkur, öðrum og umhverfinu.
  • Við erum laus við rafrettur, tóbak og vímuefni (þar á meðal áfengi).
  • Við sinnum persónulegu hreinlæti. 

Við brot á skólareglum er unnið eftir agareglum Heiðarskóla en þær eru eftirfarandi:

A1 – Kennari/starfsmaður tekur á atviki

  • Truflun í tíma.
  • Gleymir námsbók/íþrótta- eða sundfötum.
  • Sinnir ekki heimanámi.
  • Er óvirkur og/eða neitar að taka þátt.
  • Sóðaskapur.
  • Kemur með leikföng í skólann.
  • Mætir of seint í tíma (skráð í ástundun í Mentor).
  • Sinnir ekki fyrirmælum starfsfólks, t.d. varðandi frímínútur, matsal o.fl.
  • Dónaleg framkoma.
  • Sælgæti - gert upptækt og geymt.

Umsjónarkennara gert viðvart eftir á ef þurfa þykir.

A2 – Umsjónarkennari kallaður til og hann tekur á atviki

  • Mjög dónaleg framkoma
  • Óheimil fjarvist
  • Sinnir ekki fyrirmælum starfsfólks þrátt fyrir A1
  • Nemanda vísað úr kennslustund

1. sinn - Útbúin uppbyggingaráætlun með kennara. Foreldrum gert viðvart af kennara.

2. sinn – Viðtal við umsjónarkennara. Umsjónarkennari hringir heim og tilkynnir ástæður.

3. sinn – Viðtal við skólastjórnendur. Skólastjórnendur hringja heim. Skólastjóri vísar nemanda úr skóla það sem eftir er dags.

A3 – Ófrávíkjanlegar reglur 1, skólastjóri/aðstoðarskólastjóri tekur á atviki ásamt umsjónarkennara

  • Viðbrögð við A2 bera ekki árangur í 3. sinn.
  • Ógnar öryggi með ögrandi framkomu eða hótunum
  • Beitir líkamlegu eða andlegu ofbeldi
  • Skemmir eigur skólans eða annarra
  • Virðir ekki friðhelgi annarra nemenda eða starfsfólks, t.d. gramsar í tösku, fer í skáp annars nemanda o.s.frv.

A3 getur varðað brottvikningu úr skóla í allt að 3 daga. Foreldrar eru upplýstir um atvik og gefið tækifæri til andmæla. Eftir að andmælaréttur foreldra hefur verið nýttur tekur skólastjóri ákvörðun um brottvísun í allt að 3 daga. Skólastjórnendur skulu taka á málinu ásamt umsjónarkennara, sem sjá um skráningu atviks og úrvinnslu. Nemendum er boðið að vinna úr sínum málum með skólastjóra og gera uppbyggingaráætlun.

A4 – Ófrávíkjanlegar reglur 2, skólastjóri/aðstoðarskólastjóri tekur á atviki ásamt umsjónarkennara

  • Hefur undir höndum barefli eða vopn, ógnar eða beitir því gegn öðrum.
  • Hefur undir höndum ávana- eða fíkniefni, þar með talið áfengi, rafrettur og tóbak.
  • Þjófnaður

A4 varðar brottvikningu úr skóla og skemmtana- og ferðabann á vegum skólans. Skólastjórnendur skulu taka á málinu ásamt umsjónarkennara, sem sjá um skráningu atviks og úrvinnslu. Foreldrar upplýstir af skólastjóra/aðstoðarskólastjóri og gefið tækifæri til andmæla.

Varðandi skemmtana- og ferðabann í A4 verður að meta atvikið og hvernig nemandi vill vinna úr sínu máli. Staða nemanda varðandi aðrar skráningar kemur líka til álita, þegar ákvörðun er tekin um hversu langt bannið á að vera.

A4 brot eru þess eðlis að ekki er annað hægt en að vísa nemendum heim tímabundið, aðallega til þess að skapa öðrum nemendur aðstæður þar sem þeir eru öruggir.

Almennt um agareglur:

Skráning: Öll brot eru skráð eins og tiltekið er hér að ofan.

Brottvísun: Foreldrar eru látnir vita samdægurs og beðnir um að sækja barnið í skólann. Að auki er sent skriflegt bréf í Mentor. Haldinn er fundur strax morguninn eftir með foreldrum og geta þeir nýtt sér andmælarétt sinn það sem eftir er dags. Andmælaréttur foreldra vegna brottvikningar er ávallt virtur. Ef nemanda er vísað úr skóla í 3 daga er Fræðslu- og skólanefnd gert viðvart.

Hvað er andmælaréttur? Foreldrar geta andmælt brottrekstri barnsins. Andmælaréttur er skýr í stjórnsýslulögum og gildir daginn eftir brot, eftir það getur skólastjóri ákveðið að vísa nemanda úr skóla í allt að 3 daga.