Frístund

Frístund er starfrækt fyrir nemendur í 1. – 4. bekk mánudaga til föstudaga frá kl. 13:30 til 16:30. Foreldrar sækja börn sín að Frístund lokinni. Frístund er starfrækt alla kennsludaga í samræmi við skóladagatal Heiðarskóla, að undanskildum tvöföldum skóladögum, þ.e.a.s. árshátíð, fullveldishátíð og á litlu jólunum. Skráning í Frístund er hjá skólastjóra Heiðarskóla. Mánaðargjald er greitt fyrir frístund og síðdegishressingu, sjá nánar í gjaldskrá Frístundar sem finna má á slóðinni; https://www.hvalfjardarsveit.is/static/files/Gjaldskrar/gjaldskra-fristundar-heidarskola-2022.pdf Gjaldið er innheimt eftirá, fyrir hvern mánuð. Þriggja mánaða vanskil jafngildir uppsögn á Frístundadvöl. Skráning eða afskráning tekur gildi um næstu mánaðarmót samkvæmt tilkynningu sem þarf að berast skólastjóra fyrir 20. dag hvers mánaðar. Gagnkvæmur uppsagnafrestur er einn mánuður og miðast við mánaðarmót. Hressing er ekki endurgreidd vegna fjarvista eða veikinda nema þau vari lengur en eina viku samfellt.

Markmið frístundastarfs:

  • Að bjóða börnum innihaldsríkt frístundastarf í barnvænu og skapandi umhverfi þar sem starfshættir einkennast af frjálsum leik og vali.
  • Að börnum líði vel og séu örugg.
  • Efla sjálfsmynd barna og félagsfærni.
  • Börn séu virkir þátttakendur og fái jöfn tækifæri til að hafa áhrif á starfið.
  • Vinna út frá áhugasviði og sköpunarþörf barna.
  • Styrkleikar barna njóti sín.