Frístund

Verklagsreglur um starfsemi Frístundar í Hvalfjarðarsveit má sjá á slóðinni; https://skoli.hvalfjardarsveit.is/static/files/verklagsreglur-um-starfsemi-fristundar-i-hvalfjardarsveit-003-.pdf

Frístund er starfrækt fyrir nemendur í 1. – 4. bekk mánudaga til föstudaga frá kl. 13:30 til 16:30. Foreldrar sækja börn sín að Frístund lokinni. Frístund er starfrækt alla kennsludaga í samræmi við skóladagatal Heiðarskóla, að undanskildum tvöföldum skóladögum, þ.e.a.s. árshátíð, fullveldishátíð og á litlu jólunum. Gjaldskrá Frístundar má finna á slóðinni; https://www.hvalfjardarsveit.is/static/files/Gjaldskrar/gjaldskra-fristundar-heidarskola-2022.pdf

Markmið frístundastarfs:

  • Að bjóða börnum innihaldsríkt frístundastarf í barnvænu og skapandi umhverfi þar sem starfshættir einkennast af frjálsum leik og vali.
  • Að börnum líði vel og séu örugg.
  • Efla sjálfsmynd barna og félagsfærni.
  • Börn séu virkir þátttakendur og fái jöfn tækifæri til að hafa áhrif á starfið.
  • Vinna út frá áhugasviði og sköpunarþörf barna.
  • Styrkleikar barna njóti sín.