Karellen

Skýjaborg notar leikskólakerfið Karellen í samskiptum við foreldra.

Foreldrar stofna aðgang með því að fara á heimasíðu karellen, ýta á innskráning og fara þar inn í "virkja aðgang". Þar skrá foreldrar netfangið sitt og fá sendan tölvupóst til að virkja aðganginn. Ef pósturinn berst ekki þarftu að hafa samband við stjórnendur skólans. 

Í kerfinu er haldið utan um mætingu barna, auk svefn- og matarskráningu. Samskipti við foreldra geta farið í gegnum skilaboð í kerfinu og myndum er þar deilt með foreldrum. Þar má einnig má finna dagatal leikskólans með helstu viðburðum á skólaárinu.  

Allar helstu upplýsingar er að finna á https://karellen.is.