10. bekkur í Álfholtsskógi

Í dag fóru nemendur okkar í 10. bekk í Álfholtsskóg og völdu jólatré fyrir skólann. Krakkarnir gengu um skóginn og völdu hið fullkomna jólatré, söguðu og á eftir bauð Bjarni í Skógræktarfélagi Skilmannahrepps hópnum upp á heitan súkkulaðidrykk og góðgæti í Furuhlíð. á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn við jólatréð sem varð fyrir valinu. Við þökkum Bjarna og Skógræktarfélaginu innilega fyrir frábærar móttökur.