7. bekkur í skólabúðum á Reykjum

Í gær mætti 7. bekkur galvaskur í Reykjaskóla öll brosandi með ótrúlega mikla orku tilbúin í ævintýrið sem bíður þeirra næstu dagana.

Í gær sáust fyrstu skrefin í hópefli, útivist og öðru spennandi sem skólabúðirnar hafa uppá að bjóða.

Dagurinn endaði svo með sundlaugarpartýi sem sló í gegn! Það var gleði, skvettur og mikið um froðu í vatninu og nemendur sem voru á bakkanum ásamt kennurunum sluppu að mestu þurrir (nema þeir sem treystu nemendum of mikið með vatnsbyssur).

Bestu kveðjur,

7. bekkur, Siggi Tomm og Anna G.