7. bekkur í skólabúðum á Reykjum

Þessa vikuna dvelja nemendur okkar í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði ásamt öðrum nemendum af Vesturlandi. Í gær fóru krakkarnir í sund, íþróttir, undraheim auranna, náttúrufræði þar sem fjaran var skoðuð og einhverjir fóru á byggðasafnið. Í gærkvöldi var að sjálfsögðu horft á handboltaleikinn og síðan var haldin kvöldvaka þar sem okkar fólk úr Heiðarskóla sá um tvo leiki fyrir framan 110 nemendur og vafðist það ekki fyrir þeim. Allir eru glaðir og ánægðir eftir því sem við best vitum. Hópurinn kemur heim á föstudaginn.