9. bekkur í skólabúðum á Laugarvatni

Þessa vikuna eru nemendur okkar í 9. bekk á Laugarvatni ásamt nemendum frá samstarfsskólunum á Vesturlandi. Fengum eftirfarandi fréttir frá Einari umsjónarkennara: Það gengur bara ljómandi vel hérna hjá okkur, krakkarnir okkar eru að standa sig vel og hafa verið sér til sóma hingað til. Það er búið að vera leiðinda veður, rigning og rok á mánudaginn en bara rok í gær. Í dag er hins vegar fínasta haustveður, hægur vindur og bjart en smá frost. Hópurinn er væntanlegur heim á föstudaginn fyrir heimkeyrslu.