- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
9. bekkur dvelur þessa vikuna í Vindáshlíð og hafa dagarnir verið bæði viðburðaríkir og skemmtilegir. Ekki er hægt að segja að veðrið hafi leikið við hópinn en það hefur verið ansi blautt. Hópurinn hefur ekki látið það stoppa sig í að njóta og skemmta sér.
Nemendur hafa sýnt mikla samvinnu og tekið þátt af krafti í dagskránni. Hér má sannarlega haka við fjölmörg lykilhæfniviðmið námsins og ekki síður má nefna að hópurinn hefur staðið sig mjög vel, verið til fyrirmyndar og sýnt einstaka jákvæðni.
Svo skemmir ekki fyrir að maturinn hefur verið agalega góður. Það er auðvitað alltaf af hinu góða.
Það er nokkuð öruggt að unglingarnir okkar koma reynslunni ríkari, með fullt í minningabankanum.