- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag fengum við góðan gest í heimsókn. Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, kom og las upp úr nýrri bók sinni "Þitt eigið ævintýri".
Ævar sagði krökkunum frá bókinni. Þitt eigið ævintýri er fjórða bókin í bókafllokki er kallast "Þín eigin". Bókaflokkurinn hefur hlotið bæði Bókaverðlaun barnanna og Bóksalaverðlaunin. Þitt eigið ævintýri er öðruvísi en aðrar bækur. Börnin eru sjálf söguhetjur og ráða ferðinni. Sögusviðið er stórhættulegur ævintýraskógur, stútfullur af furðuverum og óvættum. Valið er lesandans, í bókinni eru yfir fimmtíu ólíkir endar, sögulok sem spanna allt frá eilífri hamingju til skyndilegs bana og ævintýraleg góð skemmtun miðað við upplesturinn sem við fengum að hlýða á í dag. Við þökkum Ævari kærlega fyrir komuna og skemmtilegan upplestur.