- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Rúmlega 100 manns mættu í afmælisfagnað Heiðarskóla sem haldin var s.l. laugardag í tilefni af 50 ára afmæli skólans. Jón Rúnar, skólastjóri kynnti skólastarfið eins og það er í dag. Ásta Marý, fyrrverandi nemandi skólans, söng við undirspil Marinó Rafns. Núverandi nemendur skólans þær Ástdís Birta og Guðrún spiluðu á píanó, Hrönn söng og Kristel spilaði á píanó og Unndís Ida las upp ljóðið Hvalfjörður. Sigurður R. Guðmundsson hvatti okkur til að endurvekja gamla hefð og syngja daglega í skólanum. Hann ásamt syni sínum, Guðmundi "Bróa", stýrði fjöldasöng, Brói gaf skólanum einnig dvd disk. Birgir Karlsson hvatti okkur til að halda utan um sögu skólans með því að láta skrá hana. Haraldur og Bergljót færðu skólanum tré og plöntur. Glæsileg afmæliskaka, konfekt, kleinur og kaffi voru í boði fyrir veislugestina. Það var mál manna að fagnaðurinn hefði verið vel heppnaður. Við þökkum öllum sem glöddust með okkur á þessum tímamótum kærlega fyrir komuna. Nokkrar myndir eru komnar í myndaalbúm frá afmælisfagnaðinum.